30.04.2020
Leiðtogar þriggja trúarhópa ætla sér að koma saman í opinni bænastund á morgun sem sýnd verður í beinni útsendingu á Youtube. Muhammed Emin Kizilkaya, einn skipuleggjanda hjá samtökunum Félag Horizon segir í samtali við Fréttablaðið að markmiðið sé að ýta undir samheldni milli einstaklinga af ólíkum hópum hérlendis.
Saman munu koma þau Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og Skúli Sigurður Ólafsson, prestar við Neskirkju, Imam Salmann Tamimi, formaður Félags múslíma á Íslandi, Derya Ozdilek formaður Félags Horizon og Avraham Feldman, rabbíni. Þau ætla sér að biðja saman fyrir mannkyninu á þessum erfiðu tímum vegna COVID-19 heimsfaraldursins.
„Við ætlum að biðja á okkar eigin hátt fyrir lífinu. Imam mun biðja að hætti Íslam, prestarnir að hætti kristninnar, rabbíninn að hætti gyðinga, bara fyrir mannkyninu vegna þessarar veiru og hættunnar af henni,“ segir Muhammed.
„Við gleymum öllu ósætti þegar aðsvífandi hætta líkt og veiran stafar af. Viðburðinum er ætlað að minna okkur á það að mannkynið stendur saman gegn þessari ógn. Nú erum við ekki múslímar, kristið fólk eða gyðingar, við erum menn í baráttu gegn þessari veiru,“ segir Muhammed og bendir á að veiran ógni öllum, sama hverrar trúar þau eru eða hvaðan þau eru.
Bænastundin mun fara fram klukkan 13:00 til 13:45 á morgun, fimmtudag. Hópurinn mun hittast í gegnum fjarskiptabúnað eins og háttur hefur verið á í samkomubanni undanfarnar vikur. Muhammed segir að hópurinn hafi fengið góð viðbrögð við þessum viðburði.
„Þetta fór í loftið í gær og það er magnað að sjá jákvæðnina. Venjulega vekja færslur hjá okkur takmarkaðan áhuga en núna virðist vera mikil stemning í loftinu,“ segir Muhammed. „Ég held að fólk þurfi á þessu að halda á þessum síðustu og verstu.“
Hér má finna Facebook viðburð fyrir bænastundina.
Kæru vinir. Meðlimir í Félag Horizon munu gera innifalið sameinandi stund fyrir mannkynið í miðjum Covid-19 veikin í beinni útsendingu á YouTube á morgun með þátttöku háttvirtra samfélags leiðtoga frá Íslandi.
Beint streymið fer fram milli kl. 13:00 núna á fimmtudaginn 30 apríl 2020.
Vinsamlegast hjálpið okkur að deila þessum skilaboðum!
Sjá hlekk:
youtube.com/channel/UCWV0ym9x556OPtxuV9vYJrw

Greint er frá þessu inn á fréttablaðið.is