Miðvikudagur 17. júlí 2024

Muntra gefur út sitt fyrsta lag

Vestmanneyska hljómsveitin Muntra var að gefa út sitt fyrsta lag, hið fallega Færeyska lag Fagra blóma í glænýjum búning með íslenskum texta. Lagið nú komið á allar helstu streymisveitur og má hlýða á hér að neðan.

Lagið var tekið upp á fögrum sunnudegi 28. jan s.l. í Studió Paradís sem er staðsett í Sandgerði og var upptökustjórn í höndum Ásmundar Jóhannssonar.

Muntra er samansett af sama kjarna og fólkinu sem hefur hvíslað inn jólin í aðventunni í Vestmannaeyjum ár hvert síðan 2016.
Við vildum gera eitthvað meira en bara jólatónleika og var þá tilvalið að koma fram undir öðru nafni.

Muntra mun koma fram á Hljómey 26 apríl n.k.
Tónlist Muntra flokkast sem hugljúf ballöðu tónlist með þjóðlegu ívafi og áhrifum frá Færeyjum í bland við Íslenska værð.

Muntra skipa: Þær Elísabet Guðnadóttir og Guðný Emilíana Tórshamar sem syngja, Helgi R Tórzhamar á gítar, Hjálmar Carl Guðnason á bassa, Birkir Ingason á trommum og Jóhannes Guðjónsson á hammondi og hljómborði.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search