Herjólfur - Heimir Hoffritz

Mun fleiri ferðir til Þorlákshafnar

Í janú­ar 2022 fór Herjólf­ur 34 ferðir til Land­eyja­hafn­ar en 92 til Þor­láks­hafn­ar. Tvo daga var ekk­ert siglt. Ákvarðanir sem þess­ar eru alltaf tekn­ar með hags­muni bæði farþega og áhafn­ar í huga. Til sam­an­b­urðar voru farn­ar 286 ferðir til Land­eyja­hafn­ar og 20 til Þor­láks­hafn­ar í janú­ar árið 2021. Siglt var alla daga í janú­ar það ár.

Þetta kem­ur fram í svari Sig­urðar Inga Jó­hanns­son­ar innviðaráðherra við fyr­ir­spurn Ásthild­ar Lóu Þórs­dótt­ur, þing­manns Flokks fólks­ins, um Land­eyja­höfn.

„Dýpi í Land­eyja­höfn reynd­ist tak­markað þegar mælt var 15. janú­ar 2022. Við þær aðstæður þarf að haga sigl­ing­um Herjólfs til hafn­ar­inn­ar eft­ir sjáv­ar­föll­um og veðri en öldu­hæð þarf að vera und­ir 3 m og sjáv­ar­staða há. Þá geta dýpk­un­ar­skip ekki at­hafnað sig í mynni Land­eyja­hafn­ar þegar öldu­hæð er yfir 1,5 m. Það sem af er þessu ári hef­ur veður verið mjög óhag­stætt og öldu­hæð al­mennt yfir mörk­um. Sjó­lag hef­ur verið óhag­stætt í um þrjá mánuði sam­fellt og öldu­hæð yfir 3 m í um helm­ing tím­ans. Á þessu tíma­bili hef­ur aðeins tvisvar gef­ist veður til dýpk­un­ar í einn dag í senn,“ seg­ir í svari Sig­urðar inga.

Ráðherra seg­ir að Vega­gerðinni hafi verið falið að kanna hvort heim­ilt sé að hefja rík­is­styrkt áætl­un­ar­flug til og frá Vest­manna­eyj­um á grund­velli skyldu til op­in­berr­ar þjón­ustu. Verði niðurstaðan sú að skil­yrði þess séu til staðar er miðað við að rík­is­styrkt flug geti haf­ist næsta vet­ur að loknu útboði.

Frétt af mbl..is

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search