03.09.2020
Forkynning deiliskipulags og kynning frummatsskýrslu
Vestmannaeyjabær kynnir drög að deiliskipulagi fyrir lóð móttökustöðvar úrgangsefna við Eldfellsveg. Einnig er til kynningar frummatsskýrsla vegna byggingar sorporkustöðvar á sama svæði.
Skipulagstillagan er sett fram með uppdrætti og greinargerð og er nú þegar aðgengileg hjá umhverfis-og framkvæmdasviði Skildingavegi 5 og á heimasíðu bæjarins https://www.vestmannaeyjar.is/thjonusta/skipulag/.
Óskað er eftir ábendingum um innihald tillögunnar meðan hún er enn á vinnslustigi og mun skipulagsráð vinna úr þeim áður en tillagan verður fullgerð og samþykkt til formlegrar auglýsingar.
Meðal áhugaverðra viðgangsefna í nýju deiliskipulagi er ný sorporkustöð, ný aðkoma að lóðinni og endurskipulagning gámasvæðis fyrir úrgang. Óskað er eftir því að ábendingar berist í síðasta lagi 9. október á netfang bæjarins 900skipulag@gmail.com eða til umhverfis-og framkvæmdasviðs Skildingavegi 5.
Þau sem vilja kynna sér tillögurnar frekar eru hvött til að mæta á opinn kynningarfund 17. september kl. 16:00 í Safnahúsinu. Takmarkað sætaframboð er á fundinum (20 gestir) og er áhugasömum bent á að skrá sig með því að senda tölvupóst á dagny@vestmannaeyjar.is
Fundinum verður streymt á facebooksíðu Vestmannaeyjabæjar.
Á fundinum verða kynningar á skipulagstillögunni og frummatsskýrslu fyrir móttökustöðina, sbr. lög nr. 106/2000, vegna mats á umhverfisáhrifum brennslustöðvarinnar, en skýrslan ásamt fylgigögnum liggur frammi til kynningar hjá Bæjarskrifstofu Vestmannaeyja, Þjóðarbókhlöðunni og Skipulagsstofnun.
Frétt um kynningu frummatsskýrslu er aðgengileg á vef Skipulagsstofnunar, https://www.skipulag.is/…/safn/brennslustod-i-vestmannaeyjum og þar er sagt frá því að ábendingar vegna hennar skulu berast til Skipulagstofnunar.
Skipulagsfulltrúi Vestmannaeyja