Miðvikudagur 17. júlí 2024
Bærinn Viðar Breiðfjörð

Mótmælir því að að útsvarstekjum sé ráðstafað við samningaborð þar sem sveitarfélagið eigi ekki sæti

Langtíma kjarasamningar hafa náðst á stórum hluta almenna markaðsins. Aðkoma ríkis og sveitarfélaga er hluti af nýundirrituðum samningi. Þeir þættir sem snúa beint að sveitarfélögum eru fjórir. Í fyrsta lagi er sameiginleg vinna aðila að leiðum við að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og í öðru lagi samtal um uppbyggingu og framboð fjölbreytts húsnæðis. Í þriðja lagi að sveitarfélögin endurskoði gjaldskrár sínar þannig að hækkanir verði ekki meiri en 3,5% og sérstaklega verði horft til gjaldskráa er snúa að barnafjölskyldum og viðkvæmum hópum. Í fjórða lagi er ósk um gjaldfrjálsar skólamáltíðir þar sem lagt er til að ríki og sveitarfélög munu fjármagna greiðsluþátttöku foreldra. Ríki og sveitarfélög munu útfæra þetta og á því að vera lokið í maí. Áætlað er í kjarasamningi að skólamáltíðir verði gjaldfrjálsar frá og með næsta hausti.

„Bæjarráð Vestmannaeyja fagnar því að þetta mikilvæga skref hafi verið stigið til að skapa frið á vinnumarkaði. Langtímasamningar og fyrirsjáanleiki sem þeim fylgja skiptir miklu máli fyrir alla aðila til á ná niður vöxtum og verðbólgu. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að vinna áfram að því að brúa bilið, sem gert er vel í Eyjum, og áframhaldandi húsnæðisuppbyggingu. Einnig leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að endurskoða gjaldskrár til að koma til móts við kjarasamninga. Þess ber að geta að almennar gjaldskrár hækkuðu aðeins um 4,5% í Vestmannaeyjum um síðustu áramót. Varðandi gjaldfrjálsar skólamáltíðar leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að áður en ákvörðun verður tekin um það mál verði beðið eftir útfærslunni sem koma á fram í maí enda tekur þessi liður í kjarasamningi ekki gildi fyrr en í ágúst.
Bæjarráð Vestmannaeyja mótmælir þeirri aðferðafræði að útsvarstekjum sveitarfélaga sé ráðstafað við samningaborð þar sem sveitarfélögn sjálf eiga ekki sæti við borðið. Eigi sveitarfélög að taka þátt í samningi á almennum vinnumarkaði verða þau að vera upplýst og taka sjálfstæðar ákvarðanir um þátttöku en ekki í gegnum í stjórn Samband íslenskra sveitarfélaga sem ekki hefur stöðuumboð til að ákvarða í hvað útsvarstekjur einstakra sveitarfélaga fara,“ segir í fundagerð bæjarráðs.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search