16.04.2020
Blaðamaður Tíguls heyrði af því að byrjað væri að kalla inn fólk í blóðprufu og skimun fyrir mótefnamælingar í Vestmannaeyjum.
Tígull heyrði í Hirti Kristjánssyni umdæmislækni sóttvarna á suðurlandi og forvitnaðist nánar um málið. Hjörtur segir að það hafi verið tekin prufukeyrsla í dag og 18 einstkalingar kallaðir inn í blóðprufu og skimun, á næstu dögum verða 100 manns á dag boðuð í blóðprufu og skimun og vonast Hjörtur til að allir taki vel í þessa rannsókn, því þetta getur hjálpa mikið til að rannsaka þessa veiru nánar.
Byrjað verður að bjóða öllum sem hafa lokið einangrun og þeim sem voru á því heimili í sóttkví.
Í framhaldinu af stóru skimuninni sem Íslensk erfðagreining gerði hérna í Vestmannaeyjum hafa þau verið í góðu sambandi við Íslensku erfðagreiningu og lýst yfir vilja fyrir áframhaldandi samstafi við mótefnarannsóknir segir Hjörtur að lokum.
Tígull spurði í leiðinni um stöðuna á smitum og sóttkví engin ný smit hafa greinst, 39 í einangrun og 136 eru í sóttkví.