Mörg fyrirtæki og stofnanir á eyjunni munu hafa lokað fram að hádegi á morgun - það sem Tígull veit af hér: | Tígull.is - Fréttir og viðburðir í Vestmannaeyjum

Mörg fyrirtæki og stofnanir á eyjunni munu hafa lokað fram að hádegi á morgun – það sem Tígull veit af hér:

13.02.2020

Tígull hefur fengið nokkrar tilkynningar frá fyrirtækjum og stofnunum um að lokað verði fram að hádegi.

Tilkynning frá Vinnslustöðinni: Í ljósi slæmrar veðurspár, sem gerir ráð fyrir mjög vondu veðri í nótt og fram eftir degi á morgun, mun vinna ekki hefjast fyrr en kl. 10:00 í fyrramálið í Vinnslustöðinni.

Tilkynning frá Útibúi Íslandsbanka: Útibú Íslandsbanka í Vestmannaeyjum lokað fyrir hádegi föstudaginn 14. febrúarAð öllu óbreyttu verður útibúið opnað eftir hádegi. Viðskiptavinum er bent á app og netbanka. Ráðgjafaver Íslandsbanka er einnig opið frá kl. 9:00 í síma 440-4000 og í netspjalli. Nánari upplýsingar verða birtar á vef Íslandsbanka.

Tilkynning frá Heilsugæslunni: Heilsugæslan verður lokuð fram að hádegi á morgun það verður vakt eins og helgarvakt.  Fólki er bent á að hringja í 1700 óski það eftir að tala við  lækni og í 112 ef um neyðartilfelli er að ræða. 

Tilkynning frá ÍBV: Allar æfingar fyrir klukkan 15:00 falla niður hjá félaginu.

Tilkynning frá GRV: Allt skólahald fellur niður á morgun.

Tilkynning frá: Leikskólanum Kirkjugerði og Sóla, fimm ára deildin Víkin og íþróttahúsið, þ.m.t. sundlaugin, opna kl. 12 á morgun. Sama á við um aðrar stofnanir bæjarins. Ekki verður boðið upp á hádegismat í leikskólum á morgun.Lágmarksstarfsemi verður á Hraunbúðum og sambýlinu.

Húsasmiðjan opnar einnig eftir hádegi.

Lokað verður hjá Eimskip/Flytjanda í Vestmannaeyjum í fyrramálið vegna viðvarana Almannavarna og lögreglu um fárviðri sem spáð er á morgun. Að öllu óbreyttu verður opnað klukkan 13.00 á morgun, segir í tilkynningu frá Eimskip/Flytjanda.

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum verður lokaður í fyrramálið. Stefnt að því að hann opni 12:30.

Viðburðurinn milljarður rís verða frestað en hann átti að vera kl 12:15 á morgun.

Ef þið viljið koma tilkynningu frá ykkar fyrirtæki/stofnun á framfæri þá endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is

Forsíðumynd: Halldór Ben

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on print
Heimasíða 1000 Andlit komin í loftið – Landinn fjallar um verkefnið í næsta þætti á Rúv
Mögnuð heimildarmynd um einu sönnu Eyjabítlana
Sunnudagskólinn kl 11:00
Kiwanesmenn gáfu krökkunum á Sóla hjálma
Það er alltaf stuð á Lundanum
7019 pysjur skráðar en á sama tíma fyrir fimm árum var fyrsta pysan að finnast

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px 
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
X