Mörg fyrirtæki í Vestmannaeyjum taka þátt í fríðindakerfinu Aukakrónur

Það er afar athyglisvert að sjá hversu mörg fyrirtæki í Vestmannaeyjum taka þátt í fríðindakerfinu Aukakrónur en alls eru 17 fyrirtæki í Aukakrónusamstarfi. 

Tígull forvitnaðist um Aukakrónur og tókum við spjall við Jón Óskar Þórhallsson útibústjóra Landsbankans hér í Vestmannaeyjum:

  1.  Hvernig virka Aukakrónur?

Til að safna Aukakrónum notar þú einfaldlega greiðslukort frá Landsbankanum tengt Aukakrónum. Aukakrónur safnast á alla innlenda veltu og til viðbótar færðu allt að 20% endurgreitt í formi Aukakróna ef þú verslar hjá samstarfsaðilum. Allar Aukakrónur sem þú safnar eru greiddar inn á sérstakt úttektarkort Aukakróna sem þú getur síðan notað eins og hvert annað greiðslukort til að greiða fyrir vörur og þjónustu hjá samstarfsaðilum. Ein Aukakróna jafngildir einni íslenskri krónu og við erum með rosalega mikið af flottum fyrirtækjum í samstarfi, sérstaklega hér í Vestmannaeyjum. Einfaldara gerist það ekki 

 2.  Eru fleiri fyrirtæki í Eyjum í Aukakrónusamstarfi enn í öðrum bæjarfélögum?

Það eru gríðarlega mörg fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu í samstarfi en hlutfallslega eru þau flest í Vestmannaeyjum já.  Við erum auðvitað afar ánægð með það og vonum að við séum þannig að hvetja til verslunar í heimabyggð. Það er þó vert að minnast á að það er einnig hægt að greiða með Aukakrónum í mörgum vefverslunum, t.d. Elko og skor.is og fá vörurnar sendar heim að dyrum.

  3.  Fyrnast Aukakrónur?

Ekki hjá virkum viðskiptavinum 

  4.  Eitthvað að lokum?

Þó ég sé augljóslega hlutdrægur þá eru Aukakrónur ótrúlega flott fríðindakerfi sem við hjá Landsbankanum erum afar stolt af enda hefur ríkt mikil ánægja með kerfið meðal viðskiptavina og samstarfsaðila undanfarin 12 ár. Við hvetjum því Eyjabúa til að kynna sér Aukakrónur, ekki síst fyrirtækjum þar sem því fylgir margþættur ávinningur að gerast samstarfsaðili og fyrirhöfnin lítil sem engin.

Við þökkum Jóni Óskari kærlega fyrir spjallið og bendum á að hægt er skoða nánari upplýsingar um Aukakrónur og samstarfsaðila inn á aukakronur.is eða senda fyrirspurn á netfangid aukakronur@landsbankinn.is

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search