19.03.2020
Helstu einkenni
Helstu einkenni COVID-19 sýkingar minna á venjulega flensu: hiti, hósti, bein- og vöðvaverkir og þreyta. Meltingareinkenni (kviðverkir,ógleði/uppköst, niðurgangur) eru ekki mjög áberandi með COVID-19 en eru þó þekkt.
Ef þig grunar að þú sért með smit: og ert með 38,5 °C eða meira, beinverki og hósta:
Haltu þig heima og hafðu samband í síma 1700, heilsugæsluna þína eða í gegn um netspjall á heilsuvera.is. Heilbrigðisstarsfólk verður þar til svara og ráðleggur þér um næstu skref.
Það er mjög mikilvægt að þú farir ekki í eigin persónu á læknavakt eða heilsugæslu.
Ef þig grunar að einhver í þínu nærumhverfi sé smitaður/smituð:
Gættu þess að eiga ekki í nánu samneyti við viðkomandi. Ráðlegðu viðkomandi að hafa samband við 1700, heilsugæsluna eða Heilsuveru.is og ræða einkenni sín og fá ráð um hvernig best er að bregðast við.
Skimun fyrir COVID-19:
Sóttvarnalæknir, í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu og sýkla- og veirufræðideild Landspítala, hefur hafið skimun hjá almenningi fyrir veirunni sem veldur COVID-19 sjúkdóminum. Bóka þarf tíma í skimun.
Tekið frá vef covid.is