Mjög spenntur að flytja til Eyja segir nýráðinn forstöðumaður

Eins og Tígull greindi frá í morgun er búið að ráða í stöðu forstöðumanns Íþróttamiðstöðvar Vestmannaeyja. Fyrir valinu varð Hákon Helgi Bjarnason 34 ára viðskiptafræðingur fæddur og uppalinn í Reykjavík. En hvað dregur hann til Vestmannaeyja. Við heyrðum aðeins í kappanum. „Ég hef margoft heimsótt Eyjar á undanförnum árum og alltaf liðið vel hérna. Þá er kærasta mín, Dröfn Haraldsdóttir, fædd og uppalin í Vestmannaeyjum,“ sagði Hákon og bætti við. „Þá á ég marga góða vini úr eyjum sem er þéttur hópur. Ég er orðinn mjög spenntur fyrir því taka næst skref og flytja til Eyja, koma mér inn í starfið og í samfélagið í heild.“
Hákon æfði fótbolta með Fram upp alla yngriflokkana en lagði þann draum til hliðar þegar hann fór út í Mastersnám til Kaupmannahafnar. „Eftir námið úti hóf ég störf hjá Magasin du Nord. Bjó í Danmörku í um 8 ár áður en ég flutti svo aftur heim til Íslands 2017 til að vinna hjá Bestseller,“ sagði Hákon en undanfarið hefur hann starfað hjá Símanum.

Við bjóðum Hákon Helga hjartanlega velkominn til Vestmannaeyja, þar sem hjartað slær.

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search