Minningarstundir víða um land til að minnast fórnarlamba umferðarslysa – myndbönd

14.11.2020

Kveikt verður á kertum við Kirkjugarðshliðið kl. 19:00 á sunnudaginn hérna í Vestmannaeyjum.

Félagar í Slysavarnafélaginu Landsbjörgu og fleiri viðbragðsaðilar standa fyrir minningarathöfnum víða um landið sunnudaginn 15. nóvember kl. 19 í tilefni af  alþjóðlegum minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa. Þar verður kveikt á kertum og þeirra minnst, sem hafa látið lífið í umferðinni. Streymt verður frá þessum viðburðum í beinni vefútsendingu á Facebook.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, senda kveðju af þessu tilefni í myndböndum þar sem minningardagurinn er sniðinn að aðstæðum í samfélaginu. Í stað rótgróinnar minningarstundar við þyrlupallinn við Landspítalann verður árvekniátak í samfélaginu um umferðaröryggi um helgina.

Kveðja Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands

Kveðja Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra

Tilgangurinn með deginum er að minnast þeirra sem látist hafa í umferðinni, leiða hugann að ábyrgð hvers og eins í umferðinni en ekki hvað síst að þakka þeim viðbragðsaðilum sem veita hjálp og björgun.

Minningarviðburðir verða haldnir um land allt og fjallað verður um mikilvæg málefni tengd umferðaröryggi í fjölmiðlum, myndböndum og umræðum á samfélagsmiðlum.

Minningarviðburðir verða haldnir í Reykjavík, Akranesi, Borgarfirði, Patreksfirði, Ólafsfirði, Neskaupstað, Hellu, við Kögunarhól í Ölfusi, Keflavík og Garði.

ALÞJÓÐLEGUR MINNINGARDAGUR

Minningardagurinn er alþjóðlegur undir merkjum Sameinuðu þjóðanna sem hafa tileinkað þriðja sunnudag í nóvember þessari minningu. Um það bil 4.000 einstaklingar láta lífið og hundruð þúsunda slasast í umferðinni í heiminum á degi hverjum.

Frá því að fyrsta banaslysið var skráð hér á landi 25. ágúst 1915 hafa 1585 manns látist í umferðinni á Íslandi (fram að 1. nóvember 2020). Enn fleiri slasast alvarlega, takast á við áföll, sorgir og eftirsjá af þessum völdum.

Segja má að allt samfélagið deili með sér alvarlegum afleiðingum umferðarslysa. Vart er til sá einstaklingur sem þekkir ekki einhvern sem lent hefur í alvarlegu slysi í umferðinni. Það er því til mikils að vinna að koma í veg fyrir slysin og megi þessi dagur efla vitund okkar fyrir því og ábyrgð.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search