Minningarmótið Úlli open 2023 styður Krabbbavörn í Eyjum

Úlli open er minningargolfmót um Gunnlaug Úlfar Gunnlaugsson, Úlla píparar, sem lést langt fyrir aldur fram þann 22.september 2019. Mótið var fyrst haldið í ágúst 2020 og hefur verið haldið árlega síðan.  Það hefur frá upphafi styrkt Krabbavörn í Vestmannaeyjum, en allur ágóði af mótinu rennur óskiptur til þessa góða félags. Mótið er styrkt af mörgum góðum aðilum með vinningum og fjárframlögum.

Fyrst og fremst komum við þó saman til að minnast góðs vinar og njóta saman, eins og Úlli okkar kunni svo vel, því við megum ekki gleyma að lifa og njóta, eiins og mottó Úlla var – Lífið er yndislegt.

Í ár varð að fresta mótinu tvisvar og var það loksins haldið í Grindavík um liðna helgi, en hefur þrjú árin þar á undan verið haldin hér í Eyjum.  Það koma í raun bara tveir golfvellir til greina til að halda mótið, enda skilgreindi Úlli sig alltaf sem Vestmannaeying, sem fæddist á Siglufirði en bjó í Grindavík.

Í ár safnaðist 630.000,- krónur sem þýðir að frá upphafi hafa safnast rétt tæpar þrjár milljónir króna til Krabbavarnar í Vestmannaeyjum.  Aðstandendur Úlla vilja nota tækifærið og þakka þátttakendum mótanna frá dýpstu hjartans rótum fyrir stuðninginn og ekki síður þökkum við af alhug þeim fyrirtækjum sem stutt hafa okkur með vinningum og styrkjum. Sérstakar þakkir færum við eigendum Lagnaþjónstu Suðurnesja, sem var í eigu Úlla og Rúnars Helgasonar, en er núna í eigu Þorfinns, sonar Úlla og Rúnars, Rafholts, JB múr og eftirlits fyrir þeirra myndarlegu styrki í mótunum.

Kristín Gísladóttir, ekkja Úlla afhendi fulltrúum Krabbavarnar, þeim Olgu, Stínu, Gunnu og Þóru, fyrir hönd fjölskyldu og vina, styrkinn formlega í húsakynnum Krabbavarnar í Eyjum fyrr í dag.

Sérstakar þakkir færum við Golfklúbbi Grindavíkur,  sem lét öll vallagjöld í golfmótinu beint í söfnunina, sem þýðir að klúbburinn styrkti verkefnið um nærri 100.00 krónur

Við ítrekum þakkir til þátttakenda og styrktaraðila, án ykkar væri þetta alls ekki hægt og það gefur okkur mikið að geta haldið nafni og minningu elsku Úlla okkar á loftið með þessum hætti.

Lífið er yndislegt!

Fjölskylda og vinir Úlla

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search