Þriðjudagur 27. febrúar 2024

Minningargrein um Sæsu Vídó

Einlæg með einstaklega fallegt og ástríkt hjartalag lýsir Sæsu frænku minni best. Hún átti til endalausan kærleika og gleði fyrir alla sem á vegi henni urðu og voru svo heppnir að fá að njóta þess að vera í hennar návist.

Þessi yndislega móðursystir mín hafði lag á því að gera lífið spennandi fyrir lítinn dreng, sem ekki alltaf var viss um hvernig á því stóð að hann átti svona stóra og yndislega fjölskyldu í Vestmannaeyjum.  Þessi litli drengur átti oft í miklum erfileikum með að skilja hvers vegna það var svona flólkið að rækta þessi mikilvægu fjölskyldutengsl. Því miður voru stundirnar ekki margar hér áður fyrr þó þeim hafi fjölgað með árunum.

En Sæsa frænka hafði oftar en ég man, frumkvæði að sjá til þess að þessi litli frændi fengi að sjá a.m.k. hluta af fjölskyldunni sinni í Vestmannaeyjum þegar tækifæri gafst til.  Hún sá líka til þess að afi Vídó kæmi í heimsókn á sama tíma og að litli strákurinn fengi þá að hitta „kallinn“.  Það er ekki síst henni að þakka að strákurinn átti nokkrar góðar stundir með afa sínum, þó þær væru bæði alltof fáar og sennilega líka of stuttar þegar litið er til baka.  Hún var eiginlega límið sem hélt þessu öllu saman og lét engan hafa áhrif á annað.

Mamma og Sæsa voru ekki bara systur, þær voru einnig góðar vinkonur alla tíð og þegar þær tvær hittust var nokkuð víst að það stemmdi í fjörugt partý.  Veislurnar í hvíta tjaldinu á þjóðhátíð  voru líka landsþekktar fyrir fjör, gestrisni og ekki síst, hlýju og kærleika – ekki að undra að vinir mínir óskuðu ávalt eftir því komið væri við í tjaldinu hjá Sæsu frænku og Bjössa þegar farið var á Þjóðhátíð.

Í hjarta mínu geymi ég fallegar minningar um góðar stundir, um yndislega og góða konu, frænku og vinkonu sem gaf manni gott knús í hvert skipti sem tækifæri gafst.

Ég færi Bjössa, Sigga, Mörtu og Sæþóri, mökum þeirra og börnum, mínar innilegustu samúðarkveðjur.

Jón Axel Ólafsson

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search