Leif Magnús

Minning um Leif Magn­ús Grét­ars­son This­land – frá Jóni Ævari

Mig langar að minnast vinar míns Leif Magnúsar. 

Einn erfiðasti dagur lífs míns var þegar mamma sagði mér að Leif Magnús vinur minn væri týndur og sennilega dáinn. Ég hélt alltaf í vonina að hann finndist á lífi en örlögin urðu því miður þessi. 

Við kynntumst þegar hann flutti til Eyja sem lítill strákur og byrjaði í bekknum mínum. Við urðum strax miklir vinir og hefur sú vinátta alltaf verið traust. Það var aldrei leiðinlegt í kringum Leif, honum datt ýmislegt sniðugt í hug og þá vildi hann helst framkvæma það strax. Það var alltaf auðveld að biðja hann um greiða, hann sagði aldrei nei. Hann svaraði oftast þannig: „Jón við gerum þetta þá bara saman,,

Leif sagði alltaf að hann ætlaði að verða bóndi. Hann elskaði dýr og þau elskuðu hann. Hann var duglegur að senda mér og mömmu „snapp“ úr fjósinu , af refnum, beljunum og öllum þeim dýrum sem þar voru. Hann vissi allt um Traktora og gat talað endalaust um þá og ég bara hlustaði.

Hann var líka stríðinn og fannst alltaf jafn fyndið þegar mamma kom og sótti okkur í skólann og þá sagði hann við hana þegar við vorum lögð af stað… Þú skutlar mér svo bara heim og hló eins og honum einum var lagið. ( En hann bjó við hliðina á skólanum)

Árið 2015 hafði hann fengið móðurlausan kettling sem var í fóstri hjá langafa hans og vildi hann endilega að ég fengi að eiga hann. Mamma var ekki til i það, en hann plataði hana í heimsókn að skoða kisuna og auðvitað kom Perla með henni heim.

Hann var mjög mikið hjá okkur fjölskyldunni og fékk að gista hjá okkur þegar hann vildi. Við höfðum oft um helgar „maraþon“ horfðum á þætti og myndir alla helgina og þóttumst svo vera sofandi þegar mamma kom niður og kíkti á okkur. Við borðuðum snakk, pizzur sem hann elskaði og höfðum gaman. Hann var alltaf að gefa mér hluti og dót sem mér þykir óendanlega vænt um i dag og geymi ég það eins og fjársjóð. Hann vildi aldrei þiggja neitt í staðinn nema vináttuna.

Leif var vinur vina sinna og ég er þakklátur því að hafa fengið að vera vinur hans. Eftir að hann flutti í sveitina vorum við mikið í símasambandi og mikið er ég þakklátur fyrir að hafa talað við hann í síma daginn sem hann týndist, um áhugamál okkar beggja, ofurhetjur, bíómyndir og ýmislegt annað. Ég mun minnast þessa samtals alla ævi og vil ég þakka þér Leif Magnús fyrir okkar frábæru og einlægu vináttu.

Takk fyrir það sem þú kenndir mér og takk fyrir allt og allt. 

Þinn vinur að eilífu Jón Ævar Hólmgeirsson.

Hvers vegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði)

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search