Þriðjudagur 23. júlí 2024

Minning – Baldur Þór Bragason

Í dag kveð ég góðan dreng og einn minn besta vin.

Vinur minn, þegar ég fékk fréttirnar um að þú værir lagður af stað í ferðalagið þá var ég ekki alveg tilbúinn, við erum víst aldrei tilbúinn fyrir þessar fréttir.

Ég var alveg með það á hreinu að þú myndir sigra þennan vágest og í raun gerðir þú það með miklu æðruleysi og einstöku hugarfari. Mikið rosalega er ég þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast þér elsku vinur og fjölskyldunni allri, þvílíkur leikmaður sem þú varst, alltaf jákvæður og lausnamiðaður með eindæmum og hafðir einhvernveginn allt, hraustur og klár, hvað þarf maður meira ?

Við náðum að bralla mikið saman þó svo tíminn sem við fengum var alltof stuttur. Þú komst mér á bragðið í hestamennskunni þegar við kynntumst en þar varst þú á heimavelli og unun að fylgjast með þér.

Við áttum okkar túra á Þjóðhátíðinni og Páskum sem seint munu gleymast. Einnig fékk ég að fara með þér á sjó og fyrir það verð ég ævinlega þakklátur að gefa mér tækifæri þar og gefa mér innsýn inn í þann heim.

Þú varst minn helsti stuðningsmaður á tónlistarbröltinu og varst alltaf mættur á tónleika þegar þú varst í landi, þú elskaðir tónlist og hafðir mikla unun af. Það verður skrýtið að telja í næst, en það er á hreinu að það verður gert fyrir þig.

Góða ferð elsku vinur minn, takk fyrir allar góðu stundirnar og bræðralagið sem batt okkur saman.
Helen og fjölskyldunni allri votta ég mína dýpstu samúð og megi guð varðveita ykkur.

Birgir Nielsen

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search