Mánudagur 25. september 2023

Minna daglega á blómlegt menningarlíf eyjanna

Menning og myndir

Vestmannaeyjabær ætlar að safna saman eða útbúa myndefni til að birta á Facebook síðu Vestmannaeyja í þeim tilgangi að minna okkur á að hér ríkir blómleg menning og mannlíf þrátt fyrir mjög skrýtna tíma.

Til að byrja með verður, meðal annars, birt efni af viðburðum sem Safnahúsið hefur í fórum sínum og sýnir hina ýmsu viðburði undanfarinna ára, svo sem stutt myndbönd frá 100 ára kaupstaðarafmæli bæjarins, Hrekkjalóma í 20 ár, framsögu Þórólfs Guðnasonar um lífið í Vestmannaeyjum 1918 (frostaveturinn mikla), Dag Sigmunds frá árinu 2016 og bílasýninguna frá því í fyrra. Jafnframt verða sýnd myndbrot úr safni Halldórs B. Halldórssonar og leitast við að fá myndefni sent frá skólunum, sem og einstaklingum sem hugsanlega eiga eitthvað myndefni og væru reiðubúin til að deila með Vestmannaeyingum næstu daga og vikur.

Á hverjum degi kl. 10 verða ný myndbrot sett inn á facebook síðu Vestmannaeyjabæjar.

Við skulum muna að Vestmannaeyingar eru ríkir af menningu, mannlífi og samheldni. Minnum okkur regulega á það og látum utanaðkomandi ógn hafa sem minnst áhrif á þetta eðli samfélagsins. Mikilvægt er að halda ró og yfirvegun þótt ástandið sé skrýtið og erfitt. Tæknin gerir okkur kleift að eiga margskonar samskipti og tala saman þótt við séum ekki í nálægð við hvert við annað.

Það er gott að gleðja og við höfum öll mismundi hlutverk. Hér má sjá 3. bekk grunnskóla Vestmannaeyja syngja fyrir heimilsfólk Hraunbúða í morgun.

https://www.facebook.com/grunnskolivestmannaeyja/videos/1306752346162198/

Við erum sterkt samfélag hér í Eyjum og höfum oft þurft að takast á við stór og vandasöm verkefni í sameiningu. Þetta er eitt að þeim; og við klárum það líka.

Kær kveðja
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is