Í dag voru menn frá Minjanefnd með sjálfstætt starfandi sérfræðing með í för að meta skemmdir á Blátind.
Munu þeir skila að sögn heimildarmanns Tíguls 30 liðna skýrslu um málið á næstu vikum.
Nú verður spennandi að sjá og lesa hvað þeirra álit er á þessu máli. En hvíslað var einnig að blaðamanni Tíguls að matið sem gert hafi verið sé algjörlega galið, en það er kannski bara álit út í bæ!
Við hjá Tígli höfum fengið mikil viðbrögð þeirra sem vilja varðveita Blátind. Þetta virðist vera mikið tilfinningamál enda er mikil og merkileg saga með þessum gamla bát.
Hér er flott myndband sem Helgi Rasmussen Tórzhamar setti saman þegar var verið að koma Blátind á þurrt.