Miðvikudagur 6. desember 2023

Míla vonast til að eiga frekara samtal við Vestmannaeyjabæ um ljósleiðaravæðingu í eynni.

Þann 23.október sendi Guðmundur Þ.B. Ólafsson fyrirspurn á Mílu sem við birtum að hans beðni hér, lesa grein.

Sigurrós Jónsdóttir svarar þessari fyrirspurn í dag 18.nóvember fyrir hönd Mílu en hún starfar á samskipta og markaðssviði Mílu.

Sæll Guðmundur
og þakka þér fyrir fyrirspurnina, meðfylgjandi er svar við henni.

Samkvæmt áherslum Mílu varðandi lagningu ljósleiðara til heimila þá er gert ráð fyrir að ný hús séu tengd með ljósleiðara í Eyjum. Þá hefur Míla áhuga á að taka þátt í endurnýjunarverkefnum á vegum sveitafélagsins og nýta þær til að leggja ljósleiðara. Að auki eru ákveðin svæði í Vestmannaeyjum þar sem til staðar eru rör og lagnir inn í hús og verða þau svæði metin og lagt upp með að tengja á næsta ári.

Míla hefur lagt ljósleiðara til um 30 heimila í Vestmannaeyjum. Alls gerir Míla ráð fyrir að tengja 200-300 heimili í Vestmannaeyjum á næstu 14 mánuðum, hluti þeirra verkefna er komin í framkvæmd hjá Geisla samstarfsaðila Mílu í Vestmannaeyjum.

Míla hefur þegar lagt ljósleiðara til yfir 20 fyrirtækja í Vestmannaeyjum. Í vinnslu er að leggja ljósleiðara á Eiðinu til að þjóna fyrirtækjum þar og gert er ráð fyrir að það verði í lok þessa árs eða fyrri part næsta árs.

Þá hefur Míla átt samskipti við Vestmannaeyjabæ varðandi tengingar ljósleiðara í dreifbýli Vestmannaeyja og vonast Míla til að eiga frekara samtal við bæinn um ljósleiðaravæðingu í eynni.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is