21.10.2020
Blaðamaður Tíguls hitti á vallarstarfsmann Golfklúbbs Vestmannaeyja nú í morgunsárið en hann varð vitni að talsverðu hruni úr Fílnum í gær.
Eins og flest allir á Íslandi vita var stór jarðskjálfti í gær klukkan 13:43 en það sem er merkilegt við þetta er að þetta hrun var klukkan 11:30 eða rúmum tveimur tímum á undan skjálftanum.
Vallarstarfsmenn voru að tyrfa á 15.braut þegar hrunið átti sér stað og sáu atburðin gerast, í kjölfarið heyrðust miklar drunur. Fyrir miðju í rauða hringjum er þar sem hrundi úr.
Þá er spurning hvort það sé tilviljun eða sennilega hafa verið minni skjálftar á undan þessum stóra.