Þriðjudagur 16. apríl 2024
Herjólfur

Mikilvægt er að samgöngurnar yfir stóru hátíðarnar gangi vel

Tígull fékk í vikunni ábendingar um óánægju með að fólki geti ekki bókað í Herjólf viku fyrir og viku eftir þjóðhátið

Tígull heyrði í Herði Orra Grettissyni framkvæmdastjóra Herjólfs ohf sem er einnig formaður þjóðhátíðarnefndar.
Er í lagi að þjóðvegurinn okkar sé lokaður til bókunar í tvær viku á hásumar tíma þegar fólk er að plana og bóka sig fram í tíman ?

Hörður segir að í eðli sínu er verslunarmannahelgin þétt setin þar sem margir sækja viðburði Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum.  Það fyrirkomulag að bíða með að setja þessa 10 daga í sölu hefur verið við líði í mörg ár og reynst afar vel, en samskonar fyrirkomulag er í gangi yfir dagana í kringum stóru fótboltamótin.

Herjólfur ohf. eykur jafnframt verulega siglingartíðni milli Vestmannaeyja og lands á þessum tíma og með tilkomu nýju ferjunnar hefur flutningsgeta aukist til muna yfir þessa daga. Allir sem nauðsynlega þurfa að komast á milli þessa daga ættu því að geta fengið miða.

Ástæðan fyrir því að salan á þessa daga í kringum Þjóðhátíð er seinna á ferðinni en vanalega er sú að við glímum við alheimsfaraldur og það hefur verið erfitt að rýna í framtíðina þó að nú glitti í ljósið í enda ganganna og mun sala á þessum dögum fara í gang mjög fljótlega.

Fyrirkomulagið er ekki gallalaust og ef að fólk þarf nauðsynlega að panta sér far áður en að salan opnar yfir þessa daga þá  höfum við á skrifstofu Herjólfs undantekningarlaust tekið vel í þannig fyrirspurnir og hjálpað fólki.

Það er líka gott að halda því til haga að það er ekki bara mikilvægt fyrir Herjólf ohf. og  ÍBV að farþegaflutningar til Vestmannaeyja yfir þessa stærstu ferðahelgi ársins takist vel til heldur allt samfélagið okkar hér í Eyjum. Ýmis þjónusta svo sem veitingarekstur, hótel og annar rekstur eiga mikið undir því að þessi helgi takist vel til segir Hörður að lokum.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search