Mikilvægi sjómanna í virðiskeðju sjávarútvegsins og fyrir þjóðarbúið

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra gerði réttindabaráttu sjómanna að umtalsefni sínu á sjómannadaginn.

„Frá því sjómannadagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur hafa lög verið sett á kjaradeilur sjómanna og útvegsmanna í fjórtán skipti, oftar en á nokkra aðra stétt. Sem segir sína sögu um samstöðu sjómanna og seiglu, en jafnframt um mikilvægi þeirra í virðiskeðju sjávarútvegsins og fyrir þjóðarbúið“ sagði ráðherra í ávarpi við athöfn í Hörpu þegar sjómenn voru heiðraðir fyrir björgun mannslífa og farsæl félags- og sjómannsstörf. „Þess vegna er sjómennska ekki aðeins saga hetjudáða, dirfsku og frægðar. Hún er saga um baráttu, um réttindi og um samstöðu. Stéttasamtök sjómanna hafa um langa hríð háð harða baráttu fyrir réttindum sínum. Með þeim samtakamætti hafa sjómenn í gegnum tíðina bætt kjör sín og réttindi samhliða því að skapa sér öruggara vinnuumhverfi sem hefur frá upphafi verið sérstakt baráttumál, enda var sjóskaði algengur hér á árum áður“.

Ráðherra fjallaði einnig um samspil vísinda og tækni við öryggi sjómanna og efnahagslegar framfarir þjóðarinnar.

„Með tækniframförum, aukinni vitund um öryggismál og bættum veðurspám hefur sjóslysum fækkað mikið. Hér eftir sem hingað til getum við ekki slegið slöku við í þeirri viðleitni að bæta öryggi sjómanna og koma í veg fyrir slys.

Við höfum frá öndverðu átt mikið undir sjávarúvegi, og það er ekki ofmælt að segja að nytjar á hafinu hafi á síðustu öld fleytt okkur frá því að vera ein fátækasta þjóð Evrópu til þess velmegunarsamfélags sem erum í dag. Það er afskaplega mikilvægt að sjávarútvegurinn fái að vaxa og dafna og að blómleg og fjölbreytt útgerð geti um ókomna framtíð tryggt vinnu, vöxt og velferð á landinu öllu. Tækifærin eru svo sannarlega til staðar ekki síst í nýsköpun og margskonar fullvinnslu afurða.

Þar spila vísindin stóran þátt og hefur það verið gæfa okkar að nýta fiskistofna við Íslandsstrendur með ábyrgum og sjálfbærum hætti síðustu áratugi. En engin mannanna verk eru svo fullkomin að þau megi ekki bæta. Og ég trúi því að við séum sammála um það að fiskurinn í sjónum sé sameiginleg auðlind okkar allra“.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search