Mikil uppbygging leikvalla og skólalóða í Eyjum

Í Vestmannaeyjum er að finna fjölda leikvalla fyrir börn

Nýlega réðst Vestmannaeyjabær í gerð nýrra leikvalla og hreystivallar, en hefur jafnframt staðið að endurbótum á eldri leikvöllum.

Þá hefur verið ákveðið hvar nýjum leikvöllum verður komið fyrir í framtíðinni. Hér er að finna upplýsingar um nýja og endurbætta leikvelli í þeim fjórum bæjarhlutum sem sýndir eru á eftirfarandi korti og upplýsingar um staðsetningu nýrra leikvalla í framtíðinni:

1. Vesturbær (vestur frá Illugagötu)

2. Efri byggð (suður frá Kirkjuvegi)

3. Austurbær (austur frá Kirkjuvegi)

4. Miðsvæðis (norður frá Kirkjuvegi

 

Áhugaverðir og skemmtilegir leikvellir til staðar

 

1. Vesturbær

Dverghamar

Í Dverghamri er að finna einn af stærstu leikvöllum Vestmannaeyja og nú á þessu ári hófust endurbætur á honum. Þar eru ný leiktæki, eins og rólur, klifurtæki og vegasalt. Á leikvellinum er líka fótboltavöllur.

Við Íþróttahúsið

Við Íþróttahús Vestmannaeyja er að finna glænýjan hreystivöll með fjölbreyttum tækjum sem henta einstaklingum hærri en 140 cm. Með tækjunum er hægt að æfa styrk, liðleika, þol og jafnvægi. Allir geta notað tækin óháð getu og ástandi. Undirlagið á vellinum er gervigras sem hentar mjög vel á hreystivelli.

Sóli

Á leikskólanum Sóla er gott afgirt leiksvæði sem opið er almenningi þegar skólastarf er lokið á daginn.

4. Miðsvæðið

Illugagata

Á svæðinu milli Illugugötu og Brimhólabrautar er nýr og glæsilegur leikvöllur, þar sem er að finna rennibraut, stóra rólu, gormatæki og lítið klifurhús. Lagt var gervigras í staðinn fyrir möl.

Stakkó

Á Stakkagerðistúni er gríðarlega vinsælt og gott leiksvæði. Stórt svæði er til þess að leika sér á. Jafnframt er þar stór og vinsæll ærslabelgur. Á svæðinu er einnig að finna fjórar rólur (þar af ein ungbarnarólu), þrjá klifurstaura og litla klifurgrind.

Barnaskólinn

Við Barnaskólann er gott leiksvæði þar sem meðal annars er að finna sparkvöll með gervigrasi. Svæðið var nýlega gert upp og er hið glæsilegasta.

Nýir leikvellir í náinni framtíð

Stefnt er að gerð nýrra leikvalla í náinni framtíð. Áhersla verður lögð á barnvænt umhverfi með góðu og traustu undirlagi, viðhaldsgóðum leiktækjum, snyrtilegu nærumhverfi, þar sem hugað verður að lýsingu, gróðri, hellulögn, bekkjum og ruslafötum.

Búhamar,

Svæðið er 80 m2 að stærð. Þar eru fyrir nokkur leiktæki, svo sem rennibraut og vegasalt. Til stendur til að setja yfirborðsefni á jörðina, td. gervigras og bæta við klifurtæki. Jafnframt stendur til að koma fyrir bekk, lýsingu, ruslatunnu og gróðurbeði á svæðinu.

Hrauntún,

Um er að ræða 100 m2 svæði, þar sem áður var leikvöllur. Svæðið þarf að drena. Jafnframt verður komið fyrir yfirborðsefni, tveimur leiktækjum, lýsingu, gróðri, bekk og ruslatunnu.

Brattagata

Svæðið er um 200 m2 að flatarmáli. Í dag eru á svæðinu vegasalt og fjórar rólur. Leggja þarf nýtt yfirborðsefni á svæðið að hluta. Jafnframt verða eldri leiktæki yfirfarin og leiktækjum bætt við, t.d. klifurtæki. Komið verður fyrir bekk, ruslatunnu og gróðurbeði.

Fjólugata

Svæðið er um 50 m2 að flatarmáli. Á svæðinu eru rólur í ágætu ástandi, en til stendur að skipta um jarðveg, koma fyrir yfirborðsefni og bæta við leiktækjum, bekk og rulsatunnu.

Vigtartorg.

Ætlunin er að koma fyrir leiktækjum og leggja slitsterk yfirborðsefni á jörðina með tilheyrandi fallvörnum fyrir börn að leik.

Það skiptir miklu máli að byggja upp nærumhverfið og er uppygging leikvalla í hverfum liður í því. Staðsetning vallanna tekur mið af skýrslu sem löggð var fyrir umhverfis- og skipulagsráð á síðasta ári.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search