Þriðjudagur 16. apríl 2024

Mikil spenna í hópnum fyrir sumrinu

Tígull heyrði í Birki Hlynssyni aðstoðarþjálfara kvennaliðsins og kannaði hvernig þeim þjálfurum líst á sumarið

Hvernig leggst sumarið í ykkur?
Sumarið leggst mjög vel í okkur, við erum bara spenntir að komast á völlinn aftur eftir nokkrar covid pásur í vetur. Vitum við líka að það er mikil spenna í hópnum fyrir sumrinu.

Hvernig hefur undirbúningurinn gengið?
Undirbúningurinn hefur gengið ágætlega en eins og í fyrra var smá jask á því að geta spilað leiki, þökk sé covid. Við teljum okkur vera vel undirbúnar líkamlega en því miður þá gæti vantað upp á leikform en það mun koma fljótt.

Eruð þið með breiðan hóp og hvernig er stemningin í hópnum?
Hópurinn okkur er samsettur af ungum efnilegum leikmönnum frá Eyjum í bland við erlenda leikmenn. Þetta er alltaf smá púsluspil að spila liðinu saman en það er virkilega góður andi og mórall í hópnum. Við vorum mjög heppnir með karakterana sem komu hérna til Eyja til að spila fótbolta. Þetta eru hressar og skemmtilegar stelpur ofan á það að vera hörku knattspyrnukonur.

Eitthvað sem þið viljið koma á framfæri?
Hlökkum til að sjá sem flesta á vellinum í sumar, áfram ÍBV.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search