Gudmundur Arnar Alfredsson tók myndband yfir höfnina í gær 1.maí, það er vægast sagt hægt að segja að höfnin lítur ekki vel út með alla þessa olíu liggjandi um stóran hluta hafnarinnar.
Ólafur Þór Snorrason, hafnarstjóri í Vestmannaeyjum og framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs bæjarins sagði í samtali við mbl.is
„Við reynum alltaf að bregðast við ef vart verður við olíu í höfninni,“
Olíumengun í höfninni og á rúmsjó við suðurströndina hefur valdið því að olíublautir fuglar hafa drepist, en sumum hefur tekist að bjarga. Í gildi er viðbragðsáætlun vegna bráðamengunar innan hafnarinnar, í samræmi við gildandi reglugerð. Viðbrögð ráðast af umfangi mengunarinnar. M.a. er reynt að fella olíuna út með sérstökum efnum, að því er fram kemur í umfjöllun um mengun þessa í Morgunblaðinu í dag.
Ólafur sagði að ef olía færi í höfnina væri það venjulega gasolía eins og sú sem er notuð til að knýja skip. „Við höfum ekki orðið varir við neina svartolíu innan hafnar. Venjulega kemur þetta úr bátum þegar verða einhver slys við áfyllingu eða vegna bilunar,“ sagði Ólafur. „Það er mjög hvimleitt þegar þetta kemur fyrir. Við reynum allt sem við getum til að halda þessu í góðu standi.“
Myndband – Guðmundur Arnar Alfredsson