Mikið um að vera hjá The Foreign Monkeys

Eyjapeyjarnir í hljómsveitinni Foreign Monkeys hafa verið nokkuð áberandi á útvarpsstöðum landsins undanfarið og hafa síðustu tvær smáskífur þeirra „Those That Suffer“ og „We Steal from Ourselves“ báðar ratað á toppinn á X-Dominos listanum á útvarpsstöðinni X977 og fengið fína spilun á Rás 2. Þriðja smáskífa þeirra “FEEL GOOD” kom út nú fyrir helgi og er „partýslagari af gamla skólanum í bland við blúsaðan fíling hins íslenska rigningarsumars. Lagið er óformlegt þjóðhátíðarlag Foreign Monkeys og fjallar um það mikla partý sem haldið er í Herjólfsdal ár hvert,“ segir í tilkynningu frá þeim kumpánum.

Stærsta tónlistarfyrirtæki heims
Nýverið gerði Foreign Monkeys erlendan dreifingarsamning við Uni­ver­sal Music/InGrooves sem er eitt stærsta tónlistarfyrirtæki heims. „Grunnurinn að þessu er að Universal kaupir Alda Music, sem er gamla Skífan og Sena,“ segir Gísli Stefánsson, gítarleikari hljómsveitarinnar í samtali við Tígul. „Ástæðan fyrir þeirri sölu var í grunninn sú gríðarlega aukning sem orðið hefur á útgáfu á tónlist undanfarið, þá sér í lagi á Covid árunum. Til dæmis voru fyrir Covid að fara kannski 30.000 ný lög á dag inn á Spotify. En í Covid jókst sá fjöldi upp í 60.000. Þannig að fyrir svona litla útgáfu sem Alda er í alþjóðasamhengi þá var orðið erfitt fyrir þá að koma sínum listamönnum að. Þá sér í lagi á þeim playlistum sem Spotify gefur út. Með þessum erlenda dreifingarsamningi við InGrooves, sem heldur svolítið utan um rokk hluta Universal Music, komum við okkur framar í röðinni inn á playlistana hjá streymisveitunum. Þarna erum við komnir með rödd sem streymisveiturnar hlusta í raun og veru á, sem talar okkar máli,“ sagði Gísli.
Þrátt fyrir þetta sagði Gísli þetta nú ekkert hafa skilað sér mikið ennþá. „En maður er alltaf að læra það betur og betur að lykillinn að velgengni í þessu er að sem flestir heyri í manni Live, það er þannig ennþá. Þannig að ef maður er að semja rokktónlist og Íslandi og vill fá einhverja alvöru spilun þá þarf bara að fara erlendis og spila fyrir sem flesta.“ Aðspurður sagði Gísli það alveg á döfinni þá ekkert sé í hendi með það. „Þetta snýst náttúrulega bara um að komast að og koma sér upp tengslaneti. Þessi samningur hjálpar klárlega í því. Útón er líka að gera góða hluti í að aðstoð hljómsveitir við útrásina. Þetta samtal er alveg hafið en stendur kannski bara aðeins á okkur í augnablikinu. Við erum beina kröftum okkar meira í útgáfuna þessa stundina.“

Eyjaböndin áberandi
Hljómsveitin hefur þó verið iðin við að spila á Íslandi undanfarið og eru nokkrir tónleikar á döfinni á næstunni. Þar ber hæst Rokk í Reykjavík, stórtónleikar sem fram fara í Kaplakrika í Hafnarfirði 17. september nk. Þar má einnig finna aðra Eyjarokkhljómsveit á dagskránni, Molda. „Það er virkilega gaman af því hversu hátt hlutfall er af Vestmannaeyjaböndum á þessum tónleikum,“ sagði Gísli og brosti. „Við hlökkum mikið til og fá meira að segja til okkar góðan gest á svið.“

The Foreign Monkeys á Prófastinum á Goslokum 2022.

 

Urðu til í Rokkeldinu
Hljómsveitin Foreign Monkeys varð til árið 2006 og var þá eitt af fjölmörgum starfandi hljómsveitum í Eyjum sem fengu að nýta sér gömlu Fiskiðjuna til æfinga á „rokkeldisárunum.“ Það árið gerði sveitin sér lítið fyrir og sigraði Músíktilraunir. „Já, þetta hófst allt í Fiskiðjunni,“ sagði Gísli hálf dapur í tóninn. „Það er staður sem við þurfum að koma okkur aftur upp. Að hér sé aðstaða til staðar fyrir ungt og skapandi fólk í tónlist. Ég hef fundið vel fyrir því að þetta sem við erum að gera, það sem Molda er að gera og það sem Merkúr er að gera er að kveikja tónlistar neistann hjá ungu fólki. En það þarf að vera á stefnuskrá bæjarins að bæta úr þessu aðstöðuleysi, hvernig sem við förum að því, “ sagði Gísli og hélt áfram. „Þetta skilar sér. Við sjáum það best á t.d. íþróttunum. Bætt aðstaða til íþróttaiðkunar er klárlega að skilað okkur meira af afreksfólki. Það sama myndi gerast í tónlistinni,“ og er ekki annað hægt en að taka undir þessi orð Gísla. Hlýtur það að horfa skökku við að eina bæjarfélagið á landinu og sennilega heiminum sem á sinn eigin tónlistarbálk, Eyjalögin, skuli ekki styðja betur undir tónlistarlífið en raun ber vitni.

Aðspurður sagðist Gísli okkur mega eiga von á a.m.k. tveimur smáskífum í viðbót áður plata í fullri lengd kæmi út. Sú næsta í byrjun október. Plötunni mega aðdáendur hinsvegar búast við árla árs 2023 „Við höfum haft vanann á, í þess tvö skipti sem við höfum gefið út plötu, 2009 og 2019, að gefa hana út í apríl. Ég hugsa að við höldum því bara,“ sagði erlendi apinn Gísli Stefánsson að lokum.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search