Eins og greint hefur verið frá áður þá fékk Crossfitt eyjar styrk frá Krónunni um daginn og erum að bjóða 5 – 10 bekk að mæta í Crossfit og læra grunn tæknina í þessu skemmtilega sporti.
Tígull kíkti inn til þeirra um helgina til að kanna hvort krakkarnir séu að nýta sér þetta flotta tækifæri sem er frítt fyrir þau. Við hittum á Gilla og Hind sem sjá um þessar æfingar, þau voru mjög kát með þátttökuna hjá þessum flottu krökkum. Þau sýndu mikinn áhuga og það mátti heyra saumnál detta þegar Gilli og Hind voru að útskýra æfingarnar, allir hlustuð með mikilli athygli. Þetta var fyrsta helgin af 12 sem verða, en það verða 6 helgar fyrir áramót og 6 helgar eftir áramót, 5.-7. bekkur eru á laugardögum kl 12-13 og 8.-10. bekkur á sunnudögum 12-13. Ekki að skrá sig, bara mæta.
Tígull hvetur alla krakka á þessum aldri að nýta sér þessar frábæru æfingar, þetta er flottur grunnur að svo mörgum æfingum.