Það var mikið líf og fjör þegar blaðamaður Tíguls mætti á Hraunbúðir í gær um klukkan 16:30. En þá stóðu Hollvinasamtök Hraunbúða fyrir „Konusíðdegi“ fyrir gesti og heimilisfólk. Þar voru þær Una og Sara syngjandi með sínum englaröddum, stelpurnar í skvísubúðinni og Maja frá Snyrtihorninu voru með flottar vörur í boði. Veitingar frá Einsa Kalda, lukkunúmer með flottum vinningum og rúsínan í pylsuendanum var svo Baileys og konfekt.
Föstudagur 1. desember 2023