Þriðjudagur 16. apríl 2024

Mikið fjör hjá skátum í Sagnheimum

Það var góð stemning í Sagnheimum á sunnudaginn síðastliðinn þegar í fyrsta skipti í tvö ár var boðið upp á Sögu og súpu sem var fastur liður í starfseminni áður en kófið skall á okkur í byrjun árs 2020. Þangað fjölmenntu skátar og aðrir gestir og tilefnið var 100 ára afmæli Kvenskátahreyfingarinnar á Íslandi.

Sigurhanna Friðþórsdóttir, verkefnastjóri í Sagnheima fagnaði því að nú má fólk koma saman og sagði hugmyndina hafa kviknað þegar Hrefna Jónsdóttir gaf safninu skátabúning sem saumaður var á hana árið 1957. Hrefna fór á alþjóðamót skáta (Jamboree) í Englandi ágúst 1957 og með henni voru Eyjastúlkurnar, alnafna hennar Hrefna Jónsdóttir, Hulda Þorsteinsdóttir og Sigrún Þorsteinsdóttir sem sagði frá ferðinni sem var mikið ævintýri fyrir ungar stúlkur á þessum árum. Flugu út en komu heim með Gullfossi. Mótið var mikil upplifun að því er fram kom hjá Sigrúnu.

Ekki var síður gaman hjá dótturdóttur hennar, Evu Sigurðardóttur sem fór á sitt Jamboree 2019 í Bandaríkjunum. Ferðinni lýsti hún skemmtilega ekki síður en amman sem báðar mæla með skátunum fyrir ungt fólk. Það efli og þroski.

 

Á eftir var skátavígsla sem Frosti Gíslason, skátahöfðingi stýrði. Hann kynnti líka öflugt starf Skátafélagsins Faxa.
Og lagið var tekið að hætti skáta. Sæþór Vídó leiddi sönginn og fékk góðan stuðning hjá Vigdísi Rafnsdóttur, stórskáta. „Það er greinilega fjölbreytt og skemmtilegt starf í gangi hjá skátunum,“ sagði Íris bæjastjóri eftir samkomuna og er hægt að taka undir það.

Næsta alþjóðamót skáta verður haldið árið 2023.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search