Mikið ævintýri hjá Sigurði Arnari í Katar

Síðustu vikur hefur Sigurður Arnar Magnússon, leikmaður ÍBV æft með Al Arabi í Katar.  Siggi verður í þrjár vikur hjá Heimi og félögum en hann kemur heim í næstu viku, Tígull heyrði í Sigga í dag.

Þetta er væntalega búið að vera mikið ævintýri að fara til svona lands sem menningin er allt öðruvísi enn hérna heima ? Hvað er það sem þér finnst mest vera ólíkt og hérna heima ?

Það sem er mest ólíkt er hvernig öllu er stjórnað eftir trúnni. Katarar eru múslimaþjóð og eru mjög trúaðir.

Þannig að þegar kemur að því að skipuleggja leiktíma og æfingatíma þá snýst allt í kringum það hvenær þeir þurfa að biðja. Það þarf meira segja oftast að gera hlé á æfingum vegna þess að það er kominn tími fyrir þá til að biðja. Þá hoppa allir í pils, setja teppi eða einhverja flík fyrir framan sig og biðja í svona 5-10 mínútur.

Er eitthvað sem er betra eða verra ?

Eins og flest þá hefur þetta bæði kosti og galla en yfir heildina litið þá kann ég gríðarlega vel við mig hér. Það sem ég kann best við er hvað allt er flott og hvernig þeir leggja allt í allt sem þeir gera. Þetta er mjög ríkt land og þegar þeir fara í einhverjar stórar framkvæmdir þá er ekkert sparað.

Til dæmis æfingasvæðið sem ég hef verið að æfa á heitir Aspire academy og er talin flottasta íþróttaaðstaða í heiminum. Svo er ég á hóteli á Aspire svæðinu sem heitir the Torch og er annað af tveimur í Katar á lista yfir flottustu hótel heims. Hliðin á hótelinu er svo Villagio verslunarmiðstöðin sem er sú flottasta sem ég hef séð en er ekki einu sinni sú flottasta í Katar.

Það sem mér finnst helsti ókosturinn eru allar þessar trúarlegu reglur. Stuttbuxur og hlýrabolir eru td ekki æskilegur klæðnaður á flestum stöðum og bannaður á sumum stöðum. Svínakjöt er líka ekki í boði sem ég á aðeins erfitt með. En einnig er áfengi bannað. Þetta eru dæmi um svona trúarlegar reglur og ég er ekki búinn að læra þær allar. Ég á aðeins erfitt með að venjast þeim en ég get ýmindað mér að það sé mun erfiðara að vera hér og af hinu kyninu. Mér finnst þeir samt ekki eins harðir á þessum reglum við aðkomu fólk.

Þessi reynsla hefur væntanlega gefið þér mikið, hvað með framhaldið, ertu á leiðinni út aftur bráðlega ?

Eins og staðan er núna þá er planið að fara upp um deild með ÍBV næsta sumar og hlakka ég mikið til þess. En maður hefur lært Það að í fótbolta þá geta hlutirnir breyst hratt. Það er mjög ólíklegt að ég verði eitthvað áfram hjá Al Arabi. Þó svo að mér líki vel hérna þá eru miklar útlendinga reglur og mega þeir því bara hafa þrjá utan Asíu í liðinu. Eins og staðan er núna þá eru þeir fjórir.

Hvernig er hitinn hjá ykkur núna ?

Hitinn er svona milli 20 og 30 gráður.

Ertu búin að ná að skoða þig um þarna úti, ? fara eitthvað í kring, eða ertu bara búin að vera að æfa?

Ég hef eitthvað lítið skoðað það sem ég hef æft mikið en ég stefni á að skoða landið betur á næstu dögum. Er til dæmis á leiðinni í eyðimörkina á morgun segir Siggi að lokum.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search