Miðvikudagur 24. júlí 2024

Miðbæjarfélagið Heimabær hefur verið stofnað

24. september 2021 var stofnað félag áhugasamra eyjamanna um fegurri miðbæ. Heimabær er nafn hins nýja félags og verður það rekið af stjórn sem eiga þá ósk heitasta að búa okkur öllum fegurri miðbæ, þeim sem hér búa, þeim sem brottfluttir eru og þeim sem okkur heimsækja.

Öll vinna stjórnar verður unnin í sjálfboðastarfi. Áhugasamir geta gengið í félagið og mun allur ágóði árgjalda og frjálsra framlaga renna beint til uppbyggingar miðbæjarins. Bæði í að gera hann meira aðlaðandi, afmarkaðri, áhugaverðari og síðast en ekki síst fegurri. Í boði er að styðja við félagið með frjálsum framlögum og/eða að gerast félagi með greiðslu 5000, 10.000 eða 15.000 kr. árgjalds.

Tilgangur félagsins er að vinna að og hvetja á jákvæðan hátt að uppbyggingu miðbæjarins enn frekar. 

Öll vinna félagsmanna er unnin í sjálfboðavinnu. 

Stofnendur félagsins eru Arndís Kjartansdóttir, Theodóra Ágústsdóttir, Berglind Sigmarsdóttir, Sigrún Arna Gunnarsdóttir og Sara Sjöfn Grettisdóttir.

 

Líflegur og öflugur miðbær er aðdráttarafl

Skapa heildarsýn í útliti og virkni

„Markmiðið er að stuðla að samvinnu fyrirtækja í verslun og þjónustu ásamt íbúum í miðbænum til þess að fegra miðbæinn og skapa heildarsýn í útliti og virkni. Félagið sér fyrir sér litríkari miðbæ með aukna áherslu á liti og listir og er okkar von að miðbærinn verði miðja viðburða og umgjörðinn aðlaðandi til þess að þar skapist líf og samvera bæjarbúa á öllum árstíðum,“ sögðu stofnendur.

 

Standa vörð um verslunarhúsnæði og varðveita gömul hús

Félagið vill standa vörð um verslunarhúsnæði í miðbænum. „Of mikið af verslunarrými hefur verið breytt í íbúðir sem hefur í för með sér óæskilegar breytingar til þess að halda uppi líflegum miðbæ. Félagið vill einnig hvetja Eyjamenn til þess að varðveita gömlu húsin, þau eru menningararfur. Verndun og endurreisn gamalla húsa er mikilvægt og hægt er að sækja um styrkji í þeirri vinnu,“ sögðu þær.

 

Fallegur og líflegur miðbær laðar að

„Aðlaðandi miðbær hefur gríðarlega mikið að segja fyrir bæjarfélagið, það vilja allir bæjarbúar hafa fallegan miðbæ í sinni heimabyggð. Fallegur og líflegur miðbær laðar að sér gesti sem skapar líf í bænum og er gott fyrir fyrirtæki í verslun og þjónustu. Einnig getur líflegur og öflugur miðbær verið aðdráttarafl þegar fólk er að hugsa um fluttninga til Vestmannaeyja. Það hefur margt gott verið gert en við viljum bara bæta í og láta gott af okkur leiða,“ sögðu þær að lokum.

 

Hér er hægt að kíkja facebooksíðu félagsins

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search