Mey kvennaráðstefnan var um síðustu helgi

Mey er kvennaráðstefna sem haldin var í annað sinn í Vestmannaeyjum síðastliðinn laugardag.  Markmiðið með Mey er að sameina konur, valdefla þær styrkja og gleðja  óháð aldri, menntun eða starfi. Hugmyndin að útfærslu og nafninu Mey kom í upphafi árs 2023 eftir samtal við Berglindi Sigmars hjá ferðamálasamtökunum. Þar sem Viska er fræðslu og símenntunarmiðstöð er eitt af verkefnunum að halda spennandi erindi og ótrúlega skemmtilegt að gera það í samstarfi við ferðamálasamtökin og lengja ferðamannatímabilið með því að fá hingað konur af fastlandinu ásamt öllum okkar dásamlegu eyjakonum. Það er líka ánægjulegt og skiptir okkur miklu máli að fá góðan stuðning frá Vestmannaeyjabæ sem gerði tveggja ára samstarfssamning við verkefnið á dögunum.

Þar sem ráðstefnan gekk mjög vel í fyrsta sinn var ekki spurning um að endurtaka leikinn og seldist upp á nokkrum klukkustundum þó miðafjöldinn hafi verið tvöfaldaður. Skipulagning hófst strax haustið 2023 og eftir vangaveltur og góðar hugmyndir frá vinkonum hafði ég samband við fyrirlesara í september og gerði samning við þær. Dagsetning var orðin klár þar sem við ákváðum að vera aftur helgina fyrir Hljómey sem gerir skipulagninguna auðveldari.

Það sem stendur upp úr er að allar þær sem við fengum til þess að halda fyrirlestur náðu að heilla okkur með einstaklega fræðandi og skemmtilegum erindum sem öll töluðu saman og tengdust á einhvern hátt. Orkan í þeim sem mættu var einstaklega jákvæð og léttleikinn og gleðin skein úr hverju andliti.

Stelpurnar hjá Magna media lyftu svo viðburðinum upp á hærra plan með fallegu logo sem var notuð í auglýsingar og ljósmyndum sem náðu að fanga daginn. Þær tóku yfir samfélagsmiðla Visku og gerðu daginn fyrir okkur ógleymanlegan.

„Ég vil þakka öllum þeim góðu konum sem komu á ráðstefnuna fyrir komuna og samveruna þennan dag og vona þær hafi farið út búnar að læra eitthvað nýtt, fundið styrk frá hver annari og síðast en ekki síst glaðar í hjartanu. Einnig á ég góðum vinkonum mínum að þakka fyrir að styðja vel við bakið á mér á einn eða annan hátt“, sagði Minna að lokum.

Ljósmyndir/Magna Media.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search