MEY – Kraftur kvenna á Heimaey

Þann 22. apríl næstkomandi verður haldin mögnuð kvennaráðstefna í Vestmannaeyjum sem ber yfirskriftina Mey – kraftur kvenna á Heimaey.
Markmiðið er að sameina konur, styrkja, gleðja og valdefla. Ráðstefnan er tilvalin fyrir vinnustaði – vinkonur– mæðgur – systur – frænkur eða bara allar konur sem vilja gera sér glaðan dag og næra sig á líkama og sál.

Dagskrá:

13:00-14:00
Dr. Guðfinna Bjarnadóttir
Hugrekki – að þora að þora
Guðfinna var fyrsti rektor Háskólans í Reykjavík, hún lauk doktorsprófi í atferlisfærði með áherslu á stjórnun og hefur starfað víða um heim sem ráðgjafi í stjórnun og stefnumótun. Hún er einn af stofnendum Magnavita ehf. sem snýst um að fjölga spennandi og heilbrigðum æviárum. Guðfinna mun fjalla um leiðir til að auðga lífið, nýta kraftinn í auði kvenna og efla okkur sjálfar.

14:-14:30
Hrönn Róbertsdóttir
Konur og svefn
Hrönn á og rekur tannklæknastofuna Brosið. Hún er tannlæknir og Diplomate of the American Board of Dental Sleep Medicine. Í erindi sínu mun Hrönn ræða um : Svefnháðar öndunartruflanir, hvernig hormónabreytingar geta haft áhrif á svefn, tengsl svefns og munnþurrks; mikilvægi þess fyrir alla almenna heilsu að hafa heilbrigt munnhol og hvernig við getum hjálpað okkur sjálf að bæta þessa þætti.

14:30-15:00
Miðdegishressing

15:00-16:00
Jónína Björk Hjörleifsdóttir
Skapandi vinnustofa
Jónína er listakona og meðlimur í Lista og menningarfélagi Vestmannaeyja. Hún mun leiðbeina konum í leirgerð þar sem allar konur hanna sinn eigin kertastjaka sem þær fá svo að eiga. Hugsunin er að stjakinn minni konur á daginn og fræðsluna og haldi áfram að styrkja og lýsa þeim veginn.

16:00-17:00
Sigríður Soffía Níelsdóttir
Allt öðruvísi smakkupplifun leidd af Siggu Soffíu, dansaranum Emilie og DJ Club kid

Danspörun, líkt og matarpörun með víni nema hreyfipörun.
Sýnikennsla á danssporum með kampavínsglasi.
Ilmkynning – Chrysanthemum ilmur Eldblóma.
Þá verður sagt frá upphafi og þróun Eldblóma Elexírsins – hinum eina sanna íslenska spritz sem fær þig til að dansa!

Sigríður Soffía Níelsdóttir er listakona og danshöfundur. Sigga Soffía hefur undanfarin ár helgað sig flugeldum á himni og á jörðu. Eftir margra ára feril sem listrænn stjórnandi flugeldasýninga á menningarnótt á Íslandi og í Barcelona, hefur hún nú beint athyglinni að blómstrandi flugeldum. Sigga Soffía hefur einnig þróað alíslenskan Spritz úr eldblómum. Erindin hennar hafið vakið athygli og skilja eftir sig skemmtilega upplifun. Sigga Soffía hlaut Íslensku bjartsýnisverðlaunin árið 2022.

17:00-20:00

Rölt um miðbæ Vestmannaeyja að skoða verslanir og vínveitingastaði. Frúin góða vínbar og Brothers brewery verða með spennandi drykki á boðstólnum ásamt því að verslanir verða með lengri opnunartíma.

20:00

Veitingastaðurinn Gott

Sérvalin geggjaður tveggja rétta matseðill að hætti Gott og lifandi tónlistaratriði.
Kvöldverður er ekki innifalin í verði.

Staðsetning : Sagnheimar
Verð : 13.900
Skráning : minna@viskave.is eða í síma 847-6690

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is