Þriðjudagur 5. desember 2023
Tígull

Metþátttaka í Gamlárshlaupinu – myndir

Þrátt fyrir rok og rigningu þá lét þetta duglega fólk það ekki stoppa sig og mætti vel útbúið í gönguna/hlaupið sem hófst hjá Höfðabóli klukkan 11:00 og endaði á Tanganum þar sem Hafdís Kristjánsdóttir bauð upp á súpu og brauð.

Alls mættu á milli 80 – 90 manns í dag. Hafdís hefur staðið fyrir þessum viðburði í 13 ár og hefur í gegnum árin safnað fyrir Krabbavörn Vestmannaeyja, hún lætur ekki duga að safna innkomu frá þátttakendum göngunar heldur hefur hún fengið fyrirtæki á eyjunni í lið með sér og hefur alls safnað 1.388.000 kr í ár.

Virkilega vel gert Hafdís þú átt heiður skilið fyrir þetta framtak.

Að lokum þakkar Hafdís þeim sem mættu í gönguna sjálfa og fyrirtækjum bæjarins fyrir hvað þau eru dugleg að styrkja þetta málefni og þeim sem hjálpuðu henni Berglind,Ellert Scheving, Sólveig og stjórn Eyjarós krabbavörn.

Ef þú vilt styrkja þá er hægt að leggja inn á:
0582 14 350050 Kt.651090-2029

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is