836 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, að því er fram kemur á covid.is. Enn fremur segir að alls hafi 893 smit verið greind í gær, þar af 57 smit á landamærunum.
Um er að ræða metfjölda smita, bæði innanlands og á landamærunum.
Í Vestmannaeyjum heldur talan einnig áfram að hækka og eru nú 39 í einangrun og 115 í sóttkví.
Förum varðlega kæru lesendur og pössum okkar sóttvarnir.