Merkjasala Kvenfélagsins Líknar 2019. Árleg merkjasala til styrktar sjúkrahússjóði Kvenfélagsins Líknar verðu n.k. föstudag 13.september 2019 ! Að þessu sinni fer ágóðinn af sölunni upp í kaup á augnlækningartækjum fyrir Heilbrigðsstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum. Við biðjum ykkur vinsamlegast að taka vel á móti sölukonum okkar sem verða Fyrir utan Krónuna og Bónus frá kl. 11-19 þann dag. Erum með posa ! Merkið kostar krónur 1.000. Einnig má leggja inn á reikning okkar nr. 0582-04-250355 kt. 430269-2919 fyrir þá sem ekki hitta á konurnar en vilja styrkja gott málefni. MUNUM AÐ MARGT SMÁTT GERIR EITT STÓRT ! Með fyrirfram þökk,og ljúfum kveðjum til ykkar allra !
Kvenfélagið Líkn.