- Bæjarfjölmiðillinn í Vestmanneyjum -

Menntun er máttur

Á þessu tímamótum er vert að líta um öxl og huga að því hvað áunnist hefur sl. kjörtímabil. Það sem stendur mér næst eru skólamálin. Það fyrsta sem kemur upp í huga mér er viðmót gagnvart skólafólki, það hefur breyst til batnaðar. Ég finn fyrir aukinni virðingu við starf mitt, áhuga og samvinnu við yfirboðara. Fræðsluráð er einnig sýnilegra og duglegt að kíkja á okkur og fylgjast með okkar vinnu. Það skipti máli.

Árið 2020 var stofnaður þróunarsjóður fyrir leik- og grunnskólann. Með því er okkur (starfsfólkinu) fengið tækifæri að þróa vinnu okkar, skapa nýtt eða betrumbæta og fá aukalega greiðslur fyrir. Það að koma á fót þróunarsjóði sýnir metnaðinn gagnvart menntun og nýsköpun í kennslu og eykur hvatningu í að gera skólann betri fyrir nemendur okkar. Á næsta kjörtímabili er stefnt á að gera betur með því að hafa tónlistarskólann með.

Á kjörtímabilinu var lagður peningur í spjaldtölvuinnleiðingu GRV og nú erum við komin að þeim tímapunkti að hver nemandi hefur aðgang að sínu tæki sem og kennarar. Ég vil kalla þetta byltingu í kennsluháttum. Við erum komin miklu nær einstaklingsmiðun náms. Tæknin gerir nemendum kleift að vinna verkefni á óhefðbundin hátt, þeir hafa meira val um hvernig þeir nálgast þekkinguna og hvernig þeir skila afurð frá sér. Ekki má gleyma því að með tækninni opnast auknir möguleika fyrir nemendur með námserfiðleika. Verkefnastjóri í eins stóru verkefni er afar mikilvægur. Verkefnastjóri heldur utan um verkefnið, styður okkur (starfsfólkið) og hvetur áfram í að gera betur. Á næsta kjörtímabili er ætlunin að halda verkefnastjóranum og er það vel.

Skólalóðirnar hafa tekið stakkaskiptum og húsgögn hafa verið endurnýjuð í skólastofum.

Rúsínan í pylsuendanum er rannsóknar- og þróunarverkefnið Kveikjum neistann. Það er afar áhugavert verkefni sem komið var á fót á kjörtímabilinu. Skólasamfélagið horfir til okkar og áhuginn þar er gríðarlega mikill. Ég vil meina að við séum að umbylta skólastarfinu með verkefninu. Ég er strax farin að huga að meistaraverkefni mínu í tengslum við Kveikjum neistann.

 

Ég er afar spennt fyrir framtíðinni og ætla því að setja X -ið við H laugardaginn 14. maí 2022.

Guðríður Jónsdóttir

Grunnskólakennari og háskólanemi.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is