Miðvikudagur 29. nóvember 2023

Menntastofnanir áberandi í vali á Stofnun ársins 2020

25.10.2020

Val á Stofnun ársins 2020 var kynnt á dögunum en könnun er gerð árlega hjá stofunum ríkis og sveitarfélaga og sjálfseignarstofnunum, þar sem lagt er mat á starfsumhverfi stofnana í opinberri þjónustu. Athygli vekur hversu margir skólar raða sér á topplista þessa árs.

Á lista yfir Fyrirmyndarstofnanir á vegum ríkisins eða sjálfseignarstofnana, með 50 starfsmenn eða fleiri, eru þrír framhaldsskólar; Fjölbrautaskólinn í Garðabæ vermir 2. sætið, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra 3. sætið og Menntaskólinn við Hamrahlíð það fimmta.

Á lista yfir slíkar Fyrirmyndastofnanir með 20-49 starfsmenn eru fjórir framhaldsskólar; Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum í 1. sæti, Menntaskólinn á Tröllaskaga í 2. sæti, Menntaskólinn á Laugarvatni í 3. sæti og Menntaskólinn á Egilstöðum í því fimmta.

Í flokki Fyrirmyndarstofnana sveitarfélaga með 50 starfsmenn eða fleiri eru menntastofnanir í öllum fimm efstu sætunum; Norðlingaskóli efstur, þá frístundamiðstöðvarnar Ársel, Tjörnin og Gufunesbær og svo Laugarnesskóli í fimmta sæti.

„Ég tel þennan árangur til vitnis um þann kraft og samtakamátt sem einkennir íslenska menntakerfið og samgleðst starfsfólki og stjórnendum þessara skóla með þennan árangur sem í mörgum tilfellum er viðvarandi milli ára. Það er gleðilegt að sá vitnisburð sem þennan um starfsánægju í íslenskum skólum,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Könnunin náði til um 12 þúsund starfsmanna í opinberri þjónustu og var unnin í samstarfi við fjármála- og efnahagsráðuneyti. Í könnuninni voru þátttakendur spurðir út í níu þætti í starfsumhverfinu þ.e. trúverðugleika stjórnenda, starfsanda, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleika í starfi, sjálfstæði í starfi, ímynd stofnunar, ánægju og stolt og jafnrétti.

Markmiðið með útnefningu Stofnana ársins er að hvetja stjórnendur til að gera vel í starfsmannamálum og að auka umræðu um aðbúnað og líðan starfsmanna á vinnustöðum.

Frétt frá vef Stjórnarráðs Íslands.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is