Menningarmót í Grunnskóla Vestmannaeyja – myndir

Menningarmótsverkefnið, sem er líka þekkt undir nafninu “Fljúgandi teppi”, er þverfagleg aðferð í starfi með börnum og fullorðnum, hugsuð til þess að varpa ljósi á styrkleika og fjölbreytta menningarheima þátttakenda. 

Kristín R. Vilhjálmsdóttir, sem er kennari og menningar- og tungumálamiðlari er hugmyndasmiður verkefnisins sem varð til í kennslustofu hennar í Danmörku árið 2000. Hún hefur mótað og notað Menningarmótin með góðum árangri í kennslu á Íslandi síðan 2008 og leiðbeint við að innleiða verkefnið í fjölmörgum skólum hérlendis og í Danmörku. Kristín var verkefnastjóri fjölmenningar hjá Borgarbókasafninu febrúar 2008 – febrúar 2020 og á því tímabili var verkefnið meðal annars hluti af starfi safnsins.  

Á Menningarmótum fá þátttakendur tækifæri til að hittast og kynna sína persónulegu menningu í hvetjandi umhverfi. 

Ekki er endilega um að ræða þjóðarmenningu eða upprunamenningu einstaklinga heldur er markmiðið að hver og einn varpi ljósi á það sem skiptir hann mestu máli eða vekur áhuga hans. Á hverju Menningarmóti eru allir í hópnum bæði þátttakendur og áhorfendur.

Markmið Menningarmóta

  • Að varpa ljósi á styrkleika þátttakenda og fjölbreytta menningarheima þeirra.
  • Að skapa hvetjandi umhverfi, þar sem nemendur, foreldrar og starfsfólk hittast og kynnast menningu og áhugamálum hvers annars.
  • Að stuðla að gagnkvæmri virðingu og skilningi.
  • Að skapa vettvang þar sem þátttakendur geta undrast og hrifist af því, sem er líkt og ólíkt í menningu þeirra og áhugamálum.
  • Að allir mætist í tónlist, dansi, myndlist, bókmenntum, kvikmyndum, matargerð, ævintýrum og goðsögnum, frásagnarlist, leiklist, leik og hreyfingu.
  • Að nemendur veiti öðrum hlutdeild í því stolti og þeirri gleði sem fylgir því að miðla eigin menningu og áhugamálum á skapandi hátt.
  • Að einstaklingar verði meðvitaðir um gildi eigin menningar og upplifi um leið þau jákvæðu áhrif sem það hefur á sjálfsmyndina að veita öðrum innsýn inn í sinn heim.
  • Að þátttakendur geri sér ljóst að fjölbreytt menning, áhugasvið og ólík tungumál mynda mikilvægt menningarlegt litróf í samfélaginu.

Tígull tók stutt spjall við Gunnar, Stefán Geir og Kristján og kannað hvað þeim fannst um Menningarmótið.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is