Laugardagur 30. september 2023

Meistarar meistaranna 2023

Í kvöld fékk karlalið ÍBV Mosfellinga úr Aftureldingu í heimsókn í Meistarakeppni HSÍ.

ÍBV voru ívið sterkari í fyrri hálfleiknum, náðu mest 6 marka forystu, en staðan að honum loknum var 16-12.

Gestirnir úr Mosfellsbæ komu sterkir inn í síðari hálfleikinn og skoruðu fyrstu 3 mörkin. Þá tóku okkar menn aftur við sér og juku forskotið hægt og bítandi út leikinn.

Lokatölur 30-25 og fyrsti titill tímabilsins kominn í hús.

Í leikslok afhendu Kjartan Vídó Ólafsson og Hrafnhildur Ósk Skúladóttir liði ÍBV verðlaun fyrir sigurinn.

Pavel varði 7 skot í marki ÍBV og Petar 3.

Mörk ÍBV í leiknum:
Arnór 7, Dagur 6, Elmar 3, Gabríel 3, Gauti 3, Dánjal 2, Sigtryggur 2, Kári Kristján 2, Breki 1 og Friðrik Hólm 1.

Við minnum á leik kvennaliðs ÍBV í Meistarakeppni HSÍ á morgun. Þá heimsækja þær Val í Origo-höllina. Leikurinn hefst kl.17:30 en hann verður auglýstur nánar á morgun.

 

Ljósmynd/ÍBV

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is