Karla- og kvennalið ÍBV leika í vikunni í Meistarakeppni HSÍ – sem oft er þekkt sem meistarar meistaranna. Þá fá Íslandsmeistarar síðasta tímabils bikarmeistarana í heimsókn. Eins og allir vita urðu strákarnir okkar Íslandsmeistarar í vor og stelpurnar okkar urðu bæði bikar- og deildarmeistarar.
Karlaliðið tekur á móti liði Aftureldingar fimmtudaginn 31. ágúst kl. 17:00 í Íþróttamiðstöðinni. Einnig verður hægt að fylgjast með í beinni á ÍBV TV á Youtube.
Kvennaliðið heimsækir Valsliðið í Origo höllina næstkomandi föstudag. Flautað verður til leiks kl. 17:30.
Miðasalan fer fram á Stubb.
Við hvetjum fólk til að fjölmenna á leikina, styðja okkar fólk til sigurs og hita upp fyrir tímabilið sem er framundan!