Meistaraflokkur kvenna í handbolta lét gott af sér leiða og afhentu peningagjöf til Krabbavarnar í Vestmannaeyjum núna seinnipartinn í dag. Þann 19.október var spilaður „Bleikur leikur“ þar sem stelpurnar spiluðu gegn Haukum í olísdeild kvenna en ÍBV stelpurnar spiluðu í bleikum sokkum og allur aðgangseyrir rann til Krabbavarnar. En um 170.000 kr. safnaðist. Þess má geta að allir leikmenn beggja liða ásamt þjálfurum og dómarateymi borguðu sig inn á leikinn. Þær Guðný Halldórs, Sigga Gísla og Kolla Rúnars voru mættar fyrir hönd Krabbavarnar og tóku þakklátar á móti peningagjöfinni.

Vel gert ÍBV stelpur!