Meira sést af loðnu en kvóti ekki í augsýn

Loðnuleit verður haldið áfram á næstu dögum en stöðumat gefið í dag.

Leiðangursskipin fimm sem hafa leitað loðnu undanfarna daga hafa séð meira af loðnu en í fyrri leiðangrinum í febrúar. Magnið er þó ekki slíkt að það gefi tilefni til veiða. Leit verður haldið áfram á næstu dögum.

Austurfrétt fjallar um málið í dag og ræðir þar við Guðmund Óskarsson, sviðsstjóra uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar.

„Það mældist töluvert meira en í janúar en það er samt engin kvótaráðgjöf að koma,“ segir Guðmundur.

Fimm skip hafa að undanförnu leitað að loðnunni sem eru eitt af öðru að skila sér til heimahafnar. Margrét EA kom í land á Akureyri á laugardagshöfn, Börkur NK til Norðfjarðar í gærkvöldi og Aðalsteinn Jónsson til Eskifjarðar í morgun. Þá er Polar Amaroq á leið til Norðfjarðar.

Guðmundur segir í viðtalinu við Austurfrétt að tilkynningar um niðurstöður leitarleiðangurs sé að vænta á morgun. Mest hafi fundist við Kolbeinseyjarhrygg, en einnig sást loðna úti fyrir Austfjörðum, þar sem hana mátti reyndar einnig sjá í janúar.

Skip stofnunarinnar, Árni Friðriksson, er enn á sjó og hefur í morgun fetað sig suður eftir meðfram landgrunnskantinum úti fyrir Austfjörðum. Guðmundur segir að verið sé að kanna hve langt til suðurs finna megi loðnu, áður en skipið snúi við og haldi aftur í norðurátt.

Hann segist eiga von á að farið verði til mælinga aftur á næstu dögum og reiknar með að veiðiskipin verði þá áfram með í för. Nánari tímasetning veltur á veðri, segir í frétt Austurfréttar.

Greint er frá þessu á fiskifréttum.is einnig.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search