Miðvikudagur 24. apríl 2024
Íris Róbersdóttir

Meira lýðræði – sami kostnaður

19.09.2020

Rökin fyrir fjölgun bæjarfulltrúa úr sjö í níu eru einfaldlega þau að samsetning bæjarstjórnarinnar verður lýðræðislegri en með núverandi fyrirkomulagi. Það verður auðveldara fyrir minni framboð að koma manni að; þröskuldurinn lækkar því það þarf færri atkvæði á bak við hvern fulltrúa. Fjölgun bæjarfulltrúa leiðir sömuleiðis til þess að það verður erfiðara að ná meirihluta í bæjarstjórn með minnihluta atkvæða. Sem sagt: samsetning bæjarstjórnarinnar verður í meira samræmi við niðurstöður kosninga.

 

Helstu rök minnihlutans í bæjarstjórn gegn þessari fjölgun eru þau að hún leiði til aukins kostnaðar fyrir bæjarfélagið. Þetta er augljóslega rangt. Fjölgun bæjarfulltrúa er ein ákvörðun; laun þeirra er önnur ákvörðun. Samanburður við sambærileg sveitarfélög sýnir líka litla eða enga fylgni milli fjölda bæjarfulltrúa, 7 eða 9, og heildarkostnaðar vegna launa þeirra.

 

Ef bæjarstjórn vill ekki auka kostnað bæjarins þrátt fyrir fjölgun bæjarfulltrúa þá einfaldlega ákveður hún það. Það myndi þýða að laun hvers bæjarfulltrúa myndu lækka um rúmlega 40 þúsund krónur á mánuði; færu úr 185 þúsund í 143, en væru samt prýðileg í samanburði við önnur sambærileg sveitarfélög eins og sést á meðfylgjandi mynd.

 

Og ég hef ákveðið að láta reyna á þetta. Fjölgun bæjarfulltrúa tekur gildi eftir sveitarstjórnarkosningar 2022 og mun ég leggja til

við gerð fjárhagsáætlunar fyrir það ár, að lækka laun bæjarfulltrúa til að mæta kostnaði við fjölgun þeirra. Fjölgunin mun því ekki leiða til neins kostnaðarauka fyrir Vestmannaeyjabæ, samþykki bæjarstjórn tillöguna. Miðað við málflutning minnihlutans núna hlýt ég að geta treyst á stuðning hans við þessa tillögu.

 

Niðurstaðan er þessi: fjölgun bæjarfulltrúa eykur lýðræðið með því að gefa fleiri framboðum tækifæri til að gera sig gildandi og minnkar líkurnar á að hægt sé að ná meirihluta í bæjarstjórn með minnihluta atkvæða. Fjölgunin mun ekki hafa neinn viðbótarkostnað í för með sér fyrir bæjarfélagið verði fallist á þá tillögu sem ég mun leggja fram við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022.

 

Íris Róbertsdóttir

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search