21.03.2020
Við eigum nokkuð marga snilinga í Vestmannaeyjum en held að þessi snilingur sé með þeim yngstu.
Matthías Sigurðsson, 9 ára, sem búsettur er í Vestmannaeyjum tók sig til og endurgerði hina frægu baðherbergissenu úr kvikmyndinni Joker. Óskarsverðlaunatónlist Hildar Guðnadóttur hljómar undir, en tónlistin átti stóran þátt í því hvernig aðalleikari myndarinnar, Joaquin Phoenix, túlkaði aðalpersónuna Arthur Fleck/Joker í senunni.
Móðir Matthíasar, Berglind Sigmarsdóttir, var kvikmyndatökumaður og deildi hún myndbandinu á Facebook-síðu sinni
Matthías leikur og leikstýrði móður sinni með símann. „Hann sagði mér nákvæmlega hvar ég ætti að vera og hvert ég átti að fara og beina símanum,“ segir Berglind. Matthías setti síðan effeckta á myndbandið og klippti.
þessi frétt er frá mannlíf.is