Matarauð Suðurlands er nýtt matartengt verkefni hjá Markaðsstofu Suðurlands

31.03.2020

Matarauður Suðurlands er nýtt matartengt verkefni hjá Markaðsstofu Suðurlands unnið í samvinnu við Matarauð Íslands

„Við erum að greina landshlutann út frá nokkrum mataráttavitum og draga þannig fram þau hráefni sem framleitt er á hverju svæði eða er nýtt í matvælaframleiðslu ásamt helstu matarhefðum innan viðkomandi radíusar. Ef fólk hefur skemmtilegar sögur um matarhefðir á sínu svæði má endilega heyra í okkur“ Segir Helga sem er yfir verkefninu.

Stefnt er á að halda vinnustofur með matreiðslumönnum í maí ef aðstæður leyfa og fara í hugmyndavinnu við nýsköpun og vöruþróun í matvælaframleiðslu og nýtingu hráefnis.

„Markmiðið er að endingu að búa til góðan efnis og myndabanka sem aðstoðar matreiðslufólk við að draga fram og kynna allt það sem matarauður Suðurlands hefur upp á að bjóða, allt frá framleiðslu til framreiðslu.“

Suðurland er auðugt að fjölbreyttu hráefni, hvort sem er af sjó eða landi og mun verkefnið ekki aðeins styrkja stoðir undir ferðaþjónustuna heldur einnig landbúnaðinn og sjávarútveginn.

“Með því að draga enn betur fram þær matarhefðir sem eru og hafa verið á Suðurlandi ásamt því að kortleggja þá matvælaframleiðslu sem á sér stað á Suðurlandi verður komin heildræn mynd yfir þann fjölbreytileika matarauðs sem þessi stóri landshluti hefur upp á að bjóða. Út frá því verður hægt að vinna meira og markvissara í vöruþróun og nýsköpun í matvælaframleiðslu sem og ímyndaruppbyggingu svæðisins.“

Fyrir áhugasama og þá sem vilja senda sögur um mat og svæðisbundnar matarhefðir á Suðurlandi má hafa samband við Helgu Lucie tengilið verkefnis á helga@south.is

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is