Markmiðið að þétta miðbæinn og eldri hverfi með því að byggja á lausum lóðum

13.10.2020

Á fundi umhverfis- og skipulagsráði í gær var til umræðu deiliskipulag austurbæjar við miðbæ.

Vestmannaeyjabær hefur um nokkurt skeið unnið að gerð deiliskipulags fyrir norðurhluta austurbæjar.

Tillagan hefur tekið breytingum frá því hún var kynnt á vinnslustigi í apríl 2018 og er því nú kynnt að nýju á vinnslustigi í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Hafa ber í huga að tillagan getur tekið breytingum áður en endanleg tillaga liggur fyrir og verður auglýst.

Tímalína verkefnis og málsmeðferð 

Skipulagsferlið hófst í maí 2016 með auglýsingu á skipulagslýsingu. Lýsingin var send á alla lóðarhafa innan deiliskipulagssvæðisins og þeim gefinn kostur á að koma ábendingum á framfæri. Einnig var leitað umsagnar Minjastofnunar Íslands og Skipulagsstofnunar.

Engar umsagnir eða ábendingar bárust.

Í upphafi skipulagsvinnunnar var haldinn opinn fundur með helstu hagsmunaaðilum og íbúum hverfisins og þeim boðið að koma ábendingum á framfæri sem hafðar voru til hliðsjónar við mótun tillögunnar. Tillaga á vinnslustigi var kynnt 3.-28. apríl 2018. Athugasemdir og ábendingar bárust og gerðar voru breytingar á tillögu til að kynningu lokinni.

Breytingar sem gerðar voru á tillögunnir eru eftirfarandi:

▸ Byggingarreitur fyrir viðbyggingu við Kirkjuveg 23 er felldur út.

▸ Gert er ráð fyrir nýrri lóð, Kirkjuveg 27. Á lóðinni er gert ráð fyrir einbýlishúsi á einni hæð með kjallara og risi. Settir eru skilmálar um að nýbygging skuli vera í samræmi við nálæg hús t.a.m. hvað varðar hæð, efnisnotkun og byggingarstíl. Lóð Sólhlíðar 4 stækkar til vesturs og sameinast lóð Kirkjuvegar 35 og hluta lóða Kirkjuvegar 39A og 41 og Breiðabliksvegar 3, sem minnka sem því nemur.

▸ Byggingarreitur Sólhlíðar 4 breytist þannig að í stað einnar byggingar með með 10 meðalstórum íbúðum er gert ráð fyrir tveimur byggingum með 18 til 20 minni íbúðum. Byggingarlína við Sólhlíð er færð fremst í lóð til samræmis við byggingarlínu aðliggjandi húsa við Sólhlíð. Bílastæði eru færð inn á baklóð og gert er ráð fyrir bílakjallara sem tengir bæði húsin.

▸ Í vinnslutillögu er gert ráð fyrir að íbúðarhús við Kirkjuveg 35 verði flutt á lóð Kirkjuvegar 29 eða á nýja lóð Kirkjuveg 27, þar sem áður stóð einbýlishús á 2 hæðum með risi. Húsið við Kirkjuveg 35 var byggt árið 1906 og er því friðað. Sækja þarf um heimild Minjastofnunar fyrir flutningi hússins.

▸ Nýjir yggingarreitir fyrir Heimagötu 20 og Breiðabliksveg 1 detta út þar sem byggingaráform hafa þegar verið grenndarkynnt og bæði húsin byggð. ▸ Byggingarreitur fyrir viðbyggingu við Sólhlíð 17 er felldur út.

▸ Vegna ábendinga frá íbúum við Heimagötu um skort á bílastæðum í götu er gert ráð fyrir samnýtanlegum 8-10 bílastæðum á bæjarlandi við hlið Sólhlíðar 35.

▸ Lóðir Heimagötu 20 og Vestmannabrautar 5 stækka og fara fyrir vikið inn fyrir mörk deiliskipulags gosminja við Blátind frá 2005. Deiliskipulagsmörk tillögunnar breytast þannig að þau fylgja breyttum lóðamörkum.

▸ Deiliskipulagsmörk eru lagfærð að vestanverðu til samræmis við mörk deiliskipulags miðbæjarsvæðis.

▸ Í samræmi við umsögn Minjastofnunar var húsakönnun uppfærð og gerð ítarlegri.

▸ Í vinnslustillögu var í kafla 3.3.6. settir skilmálar um að hámarkshraði innan hverfis skyldi vera 30 km/klst. Með nýlegri lögreglusamþykkt verður hámarkhraði á Vestmannabraut (austurhluti), Heimagötu, Austurvegi, Fífilgötu og Sólhlíð 30 km/klst og er kafli 3.3.6 því tekinn út.

Tillaga að deiliskipulagi er nú kynnt á vinnslustigi að nýju í samræmi við 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og frestur gefinn til að koma á framfæri ábendingum. Ábendingar sem kunna að berast verða hafðar til hliðsjónar við gerð endanlegrar tillögu.

Að lokinni umfjöllun í sveitarstjórn verður tillaga að deiliskipulagi auglýst skv. 1. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Frestur til athugasemda skal ekki vera skemmri en sex vikur.

Tillagan verður send umsagnaraðilum og aðgengileg almenningi.

Tillagan verður birt á vef sveitarfélagsins, auglýst í svæðisbundnum fjölmiðli og verður til sýnis á bæjarskrifstofum.

Ábendingum sem kunna að berast við auglýsta tillögu verður svarað skriflega og gert verður grein fyrir viðbrögðum við þeim og mögulegum breytingum sem þær kunna að leiða til.

Umsagnaraðilar eru Skipulagsstofnun og Minjastofnun.

Að lokinni umfjöllun í sveitarstjórn og yfirferð Skipulagsstofnunar mun deiliskipulagið taka gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda.

Markmið aðalskipulagsins fyrir íbúðabyggð eru m.a.:

▸ Þétta miðbæ og eldri hverfi með því að byggja á lausum lóðum til að fylla upp í göt og nýta þá grunngerð sem fyrir er.

▸ Breytingar og uppbygging á einstökum lóðum í eldri hverfum skulu taka mið af þeirri byggð sem fyrir er m.t.t. samræmis við núverandi götumynd, hlutföll bygginga og byggingarlist.

Lesa má alla greinagerðina hér: Greinagerð

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is