Þriðjudagur 6. júní 2023

Markmiðið að koma næringarfróðleik til skila á mannamáli

Elísa Viðarsdóttir útskrifaðist sem næringarfræðingur síðastliðið sumar og er hún nú að gefa út sína fyrstu bók þar sem hún sameinar áhugann á næringu og eldamennsku

Nafn: Elísa Viðarsdóttir

Aldur: 30 ára

Fjölskylda: Ég datt heldur betur í lukkupottinn í fjölskyldulottóinu en foreldrar mínir eru Guðmunda og Viðar og systkini mín eru þau Bjarni Geir, Sindri og Margrét Lára. Síðast en ekki síst er það kærastinn Rasmus og dóttir okkar Guðmunda Hanne.

Menntun: Matvæla- og næringarfræðingur

Starf: Gæðastjóri hjá Kjarnavörum hf auk þess sem ég held fyrirlestra tengt næringu og tek að mér ýmis næringartengd verkefni.

Hvenær kemur bókin þín út? Við reiknum með að fá fyrstu eintök í hendurnar í byrjun desember

 Hvað eigum við von á að sjá í bókinni? Í bókinni sameina ég áhuga minn á næringu og eldamennsku. Markmið mitt var að koma næringarfróðleik til skila á mannamáli ásamt því að kenna fólki einfaldar leiðir til þess að bæta mataræði sitt  og þannig öðlast meiri orku til æfinga og daglegra starfa. Auk fróðleiks og uppskrifta munu 12 afreksmenn segja sína sögu þegar kemur að næringu og hvað næringin hefur spilað stórt hlutverk í þeirra lífi sem íþróttamenn.

Hvernig hefur ferlið gengið – getur þú sagt okkur aðeins frá því? Hugmyndin kviknaði fljótlega eftir að ég skilaði meistararitgerðinni minni í næringarfræði þar sem ég var að þarfagreina næringarfræðslu inn til íþróttafélaganna á Íslandi. Við erum að sjá stóraukna bætingu í aðstöðu og þjálfun hér á Íslandi og að mínu mati er næringin næsta skref. Ég hef séð í gegnum bæði mína rannsóknavinnu og mína reynslu á þessu sviði að það hefur verið vöntun á efni fyrir íþróttafólk, þjálfara og foreldra til að reiða sig á tengt næringu. Ég gat ekki setið á mér og langaði til þess að gefa eitthvað frá mér tengt þessu og úr varð þessi bók. Með hjálp ótal einstaklinga og þá sérstaklega Haralds Péturssonar, Harald er með meistaragráðu í íþróttavísindum og hefur verið algjör lykilmaður í þessu ferli. 

Hvað er framundan hjá ykkur? Við bíðum spennt eftir að fá bókina í hendurnar til þess að geta byrjað dreifingu á bókinni. Ég mun bjóða upp á forsölu á bókinni í gegnum heimasíðuna mína elisavidars.is þar sem fólk getur beðið um persónulega kveðju frá mér. Við munum bjóða íþróttafélögum sem kaupa bókina í einhverju magni sérkjör og mögulega fyrirlestra eða frekara samstarf (hægt að hafa samband í gegn um elisavidars.is). Íþróttafélögin í landinu hafa verið ótrúlega áhugasöm og einhver félög hafa ákveðið að láta bókina fylgja með æfingagjöldum til iðkenda.   

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is