Föstudagur 30. september 2022

Markmið deiliskipulagsins er að skapa skýra umgjörð um rótgróið íbúðahverfi – sjá myndir

07.12.2020

Vestmannaeyjabær hefur um nokkurt skeið unnið að gerð deiliskipulags fyrir norðurhluta austurbæjar.

Tillögu að deiliskipulagi er ætlað að marka framtíðarsýn fyrir rótgróið íbúðahverfi nærri miðbæ Vestmannaeyja. Viðfangsefni deiliskipulagstillögunnar er annars vegar að setja fram almenna skilmála um þegar byggð hús og hins vegar skilmála um nýbyggingar.

Meginmarkmið deiliskipulagsins er að skapa skýra umgjörð um rótgróið íbúðahverfi í nálægð við miðbæinn og hlúa að sögulegum byggingum og sérkennum þeirra með því að leggja áherslu á:
▸ Aðlaðandi íbúðabyggð með fallega götumynd.
▸ Fylla upp í göt í götumyndinni og þétta byggð við miðbæinn.
▸ Stuðla að áframhaldandi þróun byggðarinnar samhliða því að halda í sérkenni hennar.

Við skipulagsgerðina var eftirfarandi haft að leiðarljósi:
▸ Til verði skýr sýn og skýrar áherslur fyrir mótun byggðarmynsturs og bæjarmyndar.
▸ Deiliskipulagstillaga verði grunnur að aðlaðandi íbúðabyggð og hvetjandi til uppbyggingar og viðhalds á svæðinu.
▸ Nýjar byggingar og viðbyggingar falli vel að umhverfi sínu og núverandi byggð.

Skipulagssvæðið

Deiliskipulagssvæðið afmarkast af deiliskipulagsmörkum miðbæjar, miðlínu Ásavegar, mörkum aðliggjandi deiliskipulags fyrir
þjónustustofnanir, mörkum deiliskipulags austurbæjar, jaðri Eldfellshrauns og deiliskipulagi gosminja Blátinds.

Byggð innan deiliskipulagssvæðisins er rótgróin og þar er að finna nokkuð gamlar byggingar í bland við nýbyggingar.

Elsta húsið á svæðinu er Langi-Hvammur (Kirkjuvegur 41), sem var byggt árið 1901 og er með elstu íbúðarhúsum í Vestmannaeyjum. Byggingarstíll er fjölbreyttur innan svæðisins og bera götumyndir skýr merki fjölbreytni. Sem dæmi er engin ákveðin regla í því hversu langt bil er milli húsa eða hver fjarlægð þeirra er frá götu. Göturýmið er víðast hvar nokkuð afmarkað, götur eru þröngar og hús alveg upp við götu, eins og víða er í eldri byggðum. Víða eru lóðir afmarkaðar með lágum steypuvegg eða girðingu. Byggðin er fremur lágreist og fíngerð og flest hús á svæðinu eru á einni til tveimur hæðum, með kjallara og risi. Eldri byggingar hafa yfirleitt valmaþak eða hallandi þak með mæni, oft með kvistum. Þó að svæðið sé að mestum hluta íbúðabyggð er ýmis starfsemi inni á milli, sérstaklega á miðbæjarsvæðinu. Byggðin er fremur lágreist og fíngerð og flest hús á svæðinu eru á einni til tveimur hæðum, með kjallara og risi.

Eldri byggingar hafa yfirleitt valmaþak eða hallandi þak með mæni, oft með kvistum. Þó að svæðið sé að mestum hluta íbúðabyggð er ýmis starfsemi einnig inni á milli, sérstaklega á miðbæjarsvæðinu. Almenningsrými samanstanda af götum, gangstígum, almenningsgörðum, leiksvæðum og opnum grænum svæðum í opinberri eigu. Almenningsrými móta umgjörð um okkar daglega líf og hafa þannig áhrif á lífsgæði.

Göturými geta við bestu aðstæður verið lífleg og aðlaðandi rými sem fólk sækir í. Til að svo megi verða er mikilvægt að líta á göturýmið sem almannaeign, samrýmanlegt byggðu og náttúrulegu umhverfi, sem endurspeglar jafnvægi í þörfum samfélagsins og samgöngukerfisins. Saga svæðisins er nátengd eldgosinu í Heimaey 1973, sem lagði stóran hluta austurbæjar undir hraun. Hraunjaðar nýja hraunsins, Eldfellshrauns, liggur upp að deiliskipulagssvæðinu og setur svip sinn á svæðið.

Í gosinu fóru 417 byggingar undir hraun og ber deiliskipulagssvæðið þess merki að hafa áður verið hluti af stærri heild. Stór hluti Heimagötu fór sem dæmi undir hraun, en hún teygði sig áður lengra í norður. Á meðfylgjandi korti má sjá byggingar sem eru friðaðar ásamt þeim byggingum sem byggðar 1925 og fyrr sem hafa þarf samráð við Minjastofnun ef breytingar eru fyrirhugaðar en einnig fylgir húsakönnun fyrir svæðið deiliskipulaginu.

þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 18. Janúar 2021 í afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdasviðs Skildingavegi 5, eða á netfangið dagny@vestmannaeyjar.is

 

 

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is