ÍBV Sigfús Gunnar

Markaveisla á Hásteinsvelli í gær

Fótboltaleikir gerast ekki skemmtilegri en þessir. Alls voru skoruð níu mörk í leik ÍBV og Þór/KA í gær á Hásteinsvelli þegar liðin mættust.

Þetta er fyrsti sigur kvennaliðs ÍBV á heimavelli í sumar. Eyjakonurnar voru meira með boltann í leiknum en voru samt sem áður þremur mörkum undir eftir aðeins hálftíma leik. Það var ekki fyrr en á fertugustu mínútu að Krist­ín Erna var vel staðsett og stangaði boltann inn. Staðan þá orðin 1:3. Fimm mín­út­um síðar skorar Olga Sevcova hálfleikstöl­ur því: 2:3 fyr­ir Þór/​KA.

Ragna Sara Magnús­dótt­ir skorar svo fyrsta mark seinni hálfleiks og einnig sitt fyrsta mark í efstu deild fyrir félagið og jafnar leikinn 3:3.

Á 69. mín­útu ná Þór/KA að bæta við marki og staðan orðin 3:4 fyrir Þór/KA.  Á 74. stoppuðu Þór/KA skyndisókn ÍBV með þeim afleiðingum að Saga Líf fékk að líta rauða spjaldið.

Hanna Kallmaier bætir flottu marki við á 77. mínútu og staðan þá orðin 4:4 og rúm­ar tíu mín­út­ur eft­ir af leikn­um. Selma Björt Sig­ur­sveins­dótt­ir setti svo bolt­ann í netið fyr­ir Eyja­kon­ur í uppbótatíma, eft­ir að hafa verið inn á í um það bil fimm mín­út­ur og var því með sigurmark leiksins.

Lokatölur voru þar komnar 5:4

 • Kristín Erna Sigurlásdóttir (40. mín.)
 • Olga Sevcova (45. mín.)
 • Ragna Sara Magnúsdóttir (51. mín.)
 • Hanna Kallmaier (77. mín.)
 • Selma Björt Sig­ur­sveins­dótt­ir (90. mín.)

Eft­ir leik­inn eru Eyja­kon­ur komn­ar með tíu stig og í fimmta sæti í Bestu deildinni. Næsti leikur stelpnana er í Mjólkurbikarnarum á HS orkuvellinum gegn Keflavík, sunnudaginn 29. maí klukkan 15:00.

Foríðumynd: Sigfús Gunnar.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

 • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
 • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
 • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
 • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
 • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search