22.04.2020
Þann 26. mars síðast liðin ákvað bæjarráð að ráðast í sérstakt markaðsátak í ferðaþjónustu í samvinnu við Ferðamálasamtök Vestmannaeyja og fól bæjarstjóra og framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að hafa milligöngu um slíka samninga við Ferðamálasamtökin.
Í samráði við Ferðamálasamtökin var ákveðið að leita til auglýsingastofuna Hvíta húsið um hönnun og gerð markaðsátaksins og samningur gerður milli Ferðamálasamtakanna og auglýsingastofunnar.
Vestmannaeyjabær hefur gengið frá samningi milli bæjarins og Ferðamálasamtakanna um að leggja verkefninu til 12.000.000 millijón króna gegn mótframlagi Ferðamálasamtakanna að fjárhæð tæpar 1.350.000 þúsund króna og alls vinnuframlags fyrir hönd verkkaupa.
Vinna Hvíta hússins er þegar hafin og gengur vel.
Bæjarráð þakkar upplýsingarnar og fagnar því að vinna við gerð markaðsátaksins sé hafin, enda rúmast verkefnið innan fjárhagsáætlunar.
Forsíðumynd Bjarni Sigurðsson / Basi ljósmyndun